Jáhérna.
Ég ætlaði að vera löngu búin að blogga enda finnst mér ég hafa allveg helling að segja.
Það er bara þannig að núna er ég byrjuð í skólanum og það er allveg brjálað að gera!!! Í dag föstudag mætti ég klukkan hálf níu og var allveg stanslaust til fimm ;( Þetta verður víst oftast svona á föstudögum, frekar fúlt, svo er ég líka einhvern laugardag. Þeir kunna nú ekkert að pússla saman stundaskrám þarna í Kennó.
Í morgun byrjaði ég í smíði og það er alltaf jafn gaman. Við eigum nú að fara að smíða skáp þannig að ef einhver hefur tillögur af skáp þá endilega látið mig vita. Hann má ekki vera hærri en 80cm og ekki breyðari en 30cm! Var nú bara að spá í einhverju undir geisladiskana mína, eða þá snúa honum hinseginn og hafa hann undir videó spólur og sjónvarpið ofaná...Hummmmm miklar pælingar í gangi.
Ég fór á miðvikudaginn síðasta á svona foreldrafræðslu eitthvað...það var voða fínt, verið að tala um síðustu daga meðgöngunnar og fæðingu...Við fáum að horfa á myndband í næsta tíma af fæðingu, það verður nú skerí.....brrrrr.... En maður þarf nú að ganga í gegnum þetta þannig að það er bara gaman, er það ekki annars? Svo fáum við að fara uppá spítala að skoða fæðingardeildina og svona það helsta. Þetta er allt saman voða spennó. Það er nú ekki nema rétt rúmlega tveir mánuðir í að erfinginn byrtist.
Jiii Ásgeir er að kalla matur þannig að það er best að hlíða, það er kjúlli í matinn eitthvað svona sterkt, mmmm það er svo gott. Ég sem ætlaði að skrifa svo miklu miklu meira, um Kárahnjúka, meira um skólann um kaffihúsferðina sem ég fór á og örugglega fullt meir, en það bíður betri tíma því kallinn kallar í mat.
Skrifa þó eitthvað um helgina áður en skólinn drepur mig allveg.............
Hafið það ávall tsem allra best.
HH
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home