miðvikudagur, febrúar 12, 2003


Horfnir andar...
...Já þetta hljómar eins og einhver gömul spennu-draugasaga en svo er nú ekki. Þetta er bara ástand mitt, blogg ástand. Ég er gjörsamlega hugmyndarsljó þess dagana, ekkert að gerast í skólanum og ekkert að gerast yfir höfuð eða "over head" eins og einhver myndi segja það.

"Ég á mér draum" sagði Marteinn Lúther King forðum daga, eins er það með mig, ég á mér draum. Eiga sér ekki allir drauma? Hvernig er draumlaus maður? Ætli hann hafi látið alla drauma sín rætast og sé því lífsfullur, þ.e.a.s. sækist ekki eftir neinu í lífinu?? Æjjæjjj hvaðan kom þetta úr huga mér??? Einhverjar leifar frá þeim fáu tímum sem ég fór í í heimspekinni. En ég er líka of dofin til að fara að skrifa um einhverjar heimspekilegar vangaveltur....

Ég er að spá í að skipta frekar um á rúminu hjá mér og taka aðeins til. Já börnin góð það eru þessir hversdagshlutir sem gefa lífinu gildi, njótum þess að troða í þvottavélar og ryksuga, þetta er hið sanna líf......Eða hvað????
Halldóra kveður nú
með kurt og bí og segir æ lof jú
Je t´aim
ég elska þig.....er nokkur von til þess þú elskir mig.....
Vitiði hvaða lag þetta er???? :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home