fimmtudagur, febrúar 06, 2003


Hún hefur djöfulinn í hjartanu syngja Bítlarnir á fullu blasti, en eitt er víst að ekki eru þeir að syngja um mig enda eintóm gleði í mínu litla hjarta.

Fórum í gær að skoða fæðingardeildina, þetta leit allt saman mjög vel út, bara svona svipað og maður hafði ímyndað sér, þó voru þarna svaka baðkör í sumum herbergjum, bara svona til að slaka á og hafa það næs. Þetta verður fínt maður...

Skólinn gekk snuðrulaust fyrir sig í dag ekkert sem stendur s.s. uppúr nema heimferðin sem er alltlaf best. Skutlaði Ásgeiri í vinnuna klukkan fimm og fór svo með bílinn á bílasölu, þannig að við erum bíllaus næstu daga...ég bara vona að þeir nái að selja bílinn, svo við getum keypt okkur annan ódýran og góðan bíl. Mamma kom svo að sækja mig á bílsöluna og fórum við og fengum okkur að borða og pabbi með okkur. Fórum á Heitt og Kalt á Grensásvegi. Ég hef aldrei farið þanngað áður og setið í salnum en ég mæli eindregið með þessum stað.

Kvefið er ekkert að skána og þrátt fyrir C-vítamín og fjallagrasamixtúru held ég áfram að kafna. Þetta er nú ekki orðið fyndið, ég þetta hraustmenni sem verð aldrei kvefuð.

Stundum er ekkert að gerast hjá manni, það eru engin málefni sem ég er eitthvað voðalega upptekin af og vil koma hér á framfæri þannig að þetta er alltsaman voðalega fátæklegt eitthvað. Vonandi verður þó bót á því, það verður þá eitthvað að fara að gerast í þessu þjóðfélagi.

Jæja juróvision fer að byrja, ég ætla að koma mér í startholurnar og fylgjast með þessu. Hef aldrei séð þetta.

Passið ykkur á myrkrinu.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home