mánudagur, febrúar 03, 2003


Þriðji dagur febrúarmánaðar er langt kominn og ég hef ekkert bloggað síðan í janúar. Þetta er nú alls ekki nógu góð frammistaða hjá mér.
En batnandi mönnum er best að lifa sagði einhver vitringurinn og gott ef ég tels ekki svo (batnandi maður sko, ekki vitringur)!!!

Um helgina, nánar tiltekið á föstudagskvöldi fór ég og Ásgeir í mat til Kalla og Ögmundar. Það var boðið uppá Lasagna að hætti Kalla, sem var rosa gott og svo risotto sem Ögmundur matreiddi snilldarlega. Þarna var nú fleira fólk en við. Steinunn sem vinnur með Kalla og hennar maður voru á staðnum. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Svo var tekið eitt trivial eftir mat. Ég og Ögmundur vorum saman í liði, rétt vorum í sætinu á eftir því fyrsta, (munaði sko ekki miklu að við ynnum). En það geta ekki allir unnið það er eitt sem víst er.

Á laugardeginum var bara verið heima í rólegheitunum. Lilja mætti á staðinn með hluta af sínum púkum og buðum við henni uppá pizzu sem Ásgeir töfraði fram. Ég tók líka nokkur rommý við hana og malaði hana svoleiðis.

Í dag er svo mánudagur og skóladagurinn búinn sem betur fer, ég held að ég sé líka nokkurn vegin búin á því....
Á morgun fer ég svo til Kalla og við ætlum að flikka uppá bloggið mitt. Þannig að nú styttist í eitthvað spennandi hér :)

Sjáumst í sólinni
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home