sunnudagur, febrúar 09, 2003

Halda skaltu hvíldardaginn heilagann.
Þannig hljómar hið heilaga orð dagsins í dag. Ég hef sko haldið þennan dag heilagann og ekki afrekað neitt svona í fljótu bragði.

Ég veit að síðustu skrif mín voru á fimmtudag, en í rauninni er það alls ekki rétt því á föstudagskvöldinu skrifaði ég og skrifaði, ýtti svo á post and publish og þá bara kom this page could not be displayed og allt var horfið. Já mikið varð ég nú reið, ég sem var búin að segja frá æsiskemmtilegum föstudegi sem ég átt nú svo náttúrulega tjá mig um Michael Jackson þáttinn sem var á fimmtudagskvöldinu. Ég nenni ekki að fara að skrifa þetta allt aftur þannig að þetta verður eingöngu ykkar missir 
Þess vegna er það sem ég er farin að skrifa bloggið mitt í word þá allavega vistast það ef í harðbakkann slær.

Í gær laugardag var matarboð hér heima. Ég og Ásgeir buðum Kalla og Ögmundi í dýrindis kjúkkling með öllu tilheyrandi og ís og ávexti í eftirrétt. Úff mikið borðaði ég mikið....þetta bara gengur ekki. Eftir mat spiluðum við svo spilið Ísland, held að ég hafi verið sú eina sem virkilega nennti að spila, en það er bara gaman!!

Í dag vaknaði ég svo bara seint og gerði ekki neitt, fóum í kaffi og vöfflur til Lilju systur, mmm alltaf gott að fá vöfflur með ís.

Núna er ég svo að spá í að fara að læra örlítið, hef verið löt í því undanfarið, nú svo er náttúrulega aðalmálið hvort ég geti komið þessu word skjali inn í bloggið mitt...

Heil og sæl og bless í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home