laugardagur, júlí 31, 2004

All over the world to night!!

Það er laugardagur og verslunnarmannhelgin er gengin í garð. Ég sit nú bara hér í Kópavoginum og hef það náðugt meðan þorri landsmanna drekkur frá sér vit og rænu.
Ég skrapp í Múlakot í dag, þar voru flugmenn og velunnarar flugsins samankomin. Fámenn hátíð en örugglega góðmenn...annars eru þessir flugmenn og konur fólk úr öðrum ættbálki!!

Kalli kom hér í mat í gær, já kall greyið einn heima og því ákvað ég nú að bjóða honum í mat, því eins og frægt er orðið héldu þeir mér uppi ef ég var ein heima í "denn tíð". Ásgeir grillaði hambó og svo var hakkað í sig sælgæti. Nú einnig var svi þessi síða mín löguð lítillega og á ég Kalla mikið að þakka þá hjálp.

Annað er ekkert...
...vonum að allir njóti helgarinnar og hafi það sem allra best...og munið að keyra rólega og ekki undir áhrifum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home