Kokkur án klæða!!
Þetta er svo furðuleg veröld...finnst ykkur ekki? Það sem öðrum finnst fallegt finns hinum ljótt, það sem aðrir telja ósköp eðlilegt finnst hinum alveg fáránlegt! Já ég hef fengið að finna fyrir þessu öllu í dag!! Kalli er með einhverja fáránlega mynd af mér á mbloginu sínu ,,svo fín mynd" seigir hann....jésús hún er svo hræðileg að ég ætla ekki einu sinni að linka á þetta blogg hans!! Sorry...
Frétti svo að stelpa ein sem ég kannast við og strákur sem ég einnig kannast við voru að trúlofa sig...já par sem ég get ekki séð fyrir mér. Fyndið hvað ólíkar persónur jahhh geta kannski átt sameiginlegt.
Ég á líka áritaða bók með Jamie Oliver liggaliggalálá :) Já það eru ekki allir svo heppnir. En ég fékk bókina áritaða í dag.
Já ég var víst eitthvað að tuða hér um daginn að fara að setja uppskriftir kvöldmatsins. Hef tvisvar skrópað við það!!
Annað kvöldið var það vegna þess að það var bara eitthvað sukk fæði og í gær voru kjötbollur í brúnni sósu með grænmeti og kartöflum.
Nú svo í dag var tortillas (eða það sem ég kalla Tacos) þið vitið þessar mjúku. Það þarf nú ekki að eyða mörgum orðum í þessa eldamennsku en ef þið viljið nánari úttekt á þessu þá er bara að koma því til skila í tjáningarkerfi mínu :)
Nú svo er maður að fara á ættarmót um helgina, það verður örugglega svaka gaman, það eru skildmenni Ásgeirs að hittast. Þetta verður einhversstaðar á suðurlandi og óska ég hér með eftir góðu veðri og sól.
Þá er komið nóg í dag enda komin nótt.
Ég ætla að óska Kalla góðrar ferðar til London.
Ykkur ætla ég að bjóða góðrar nætur.
HH
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home