mánudagur, ágúst 09, 2004

Hvað er þetta líf nema andartak....

Nú er ég hissa...Maður rétt skreppur á ættarmót og þá fer allt í hakk!!! Tjáningarkerfið hrunið, teljarinn datt út en er kominn aftur og jújú ekki sama talan og var...hummm hvað meira?? Allavega allt í hassi.
Ættarmótið var fínt, fyrir utan beljandi rigningu, jeminn ég hef aldrei á ævinni séð aðra eins rigningu. Við gátum ekki einu sinni tjaldað þannig að við sváfum í tjaldvagninum hjá tengdó!¨

Laugardagurinn fór í ferð um sveitina, hellaferðir og fleira, kvöldið fór í mat, drykkju og söng. Alltaf gaman að syngja og skemmta sér, en hvort öðrum fannst það gaman þegar ég er að syngja það er allt annat handleggur...jiiijúúúú ég hef þessa rödd sem fólk hrífst af.

Hvað um það...þá er ég komin heim og mætt í vinnu.

Heyrumst síðar.
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home