þriðjudagur, ágúst 24, 2004

skúra skrubb´og bóna...

Jæja góðir hálsar...
það er nú ekki mikið að gerast hér hjá mér þessa dagana...er bara búin að vera heima og íhuga hvort ég eigi ekki að fara að skúra en ég kem engu í verk. Held ég hafi ekki skúrað síðan á jólum og maður er farinn að standa fastu sumstaðar á gólfinu hér.
En nú verð ég sko því tengdó eru að koma í bæinn og passa litla gullmolann minn og ekki get ég látið þau sjá hvað getur verið ógeðslegt hér...

Þess á milli sem ég er að íhuga að gera hreint hef ég verið að lesa. Já bókin sem hefur verið á náttborðinu undanfarið er Reisubók Guðríðar Símonardóttur, ég mæli hiklaust með þessari bók hún fær mann til að hugsa og pæla aðeins í lífi þessa blessaða fólks sem var rænt og flutt nauðugt til Alsír í þrælabúðir. já þetta er átakanleg bók og hafa nokkur tár leikið í koddann minn við lesturinn. Ég er búin með bókina en á sjálfan eftirmálann eftir...svo skilst mér að framhald sé á leiðinni þannig að ég bíð spennt, enda nokkrum spurningum sem enn brenna á vörum mér er enn ósvarið.

Jæja gott fólk ég ætla að skúra eldhúsgólfið sem snöggvast.

2 dagar í Köben ferð.
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home