Ekki dauð úr öllum æðum
Já gamla brýnið er mætt aftur til leiks í bloggheiminn og vissara að aðrir fari nú að vara sig!!
Ég fékk þessa miklu löngun til að tjá mig á alheimsnetinu bara rétt í þessu. Það hlýtur að vera vegna skorts á athygli eða eitthvað í þeim dúr.
það eru um 8 mánuðir síðan ég skrifaði hér eitthvað og líkast til engin sem kemur hingað, en góðir hlutir eru fljótir að spyrjast út og mun þetta verða vinsælasta síðan innan tíðar.
Ný íbúð, nýr bíll og ný vinna innan seilingar...hvað getur maður beðið um annað...meira að segja nýjar buxur og nýjir skór svo ekki sé nú minnst á nýja borðstofusettið :) Fólk túlkar þessi útlát á ýmsan hátt, sumir halda að stóri LOTTÓ potturinn hafi ratað til mín, ég hef ekki keypt lottó síðan það var loooottó fimmþrjátíuogtveir (sungið) þannig að ekki er það skýringin, aðrir halda að ég hafi fengið svimandi háar barnabætur, ég blæs á svoleiðis öfundskap. Málið er að stundum er maður bara í skapi til að EYÐA...
Tók brill próf á netinu...er ekki bara smá til í þessu???
Partítröll
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.
Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.
Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.
Hvaða'>http://www.stilbrot.com/trollafell/konnun/">Hvaða tröll ert þú?
Þar sem maður er mættur aftur í bloggið vantar mig sjálfboðaliða að gera bloggið flottara..orðið frekar lúið nú og svo að koma kommentakerfinu í gang...eða virkar það kannksi???
HH
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home