miðvikudagur, mars 02, 2005

Hvað er betra en vera ungur og ÖR????

Nú er sko tekið á því...annað blogg ársins!!

Flensan í rénum og gott ef maður er ekki bara að drepast úr leiðindum þegar maður er komin á ról og ekkert að gera!!

En hvað um það....útvarpið og tölvan heldur manni félagsskap meðan Ólafur er í leikskólanum og Ásgeir að vinna.

Talandi um útvarp, var að hlusta á hádegisfréttirnar á Bylgjunni og þar heyrði ég nokkuð sláandi frétt. Notkun lyfja við ofvirkni hafa SEXFALDAST á Íslandi á fimm árum!!!! Vááá hvað er málið? Erum börn ofvirkari nú en fyrir fimm árum eða er kannski verið að greina þetta betur? Nú eða jafnvel OFGREINA??? Ég vil nú eiginlega meina að foreldrar sæki í þetta sem einhversskonar "Skyndilausn" Guð minn góður ég er sko ekki að alhæfa um alla foreldra, það eru sem betur fer til fullt af góðum forledrum þarna úti...en því miður eru líka til foreldrar sem bara hafa engan tíma í að sinna börnum sínum sem oft á tíðum bregðast þá illi við til að reyna að fá einhverja athygli. Jahhh kapphlaupið í þessu þjóðfélagi er orðið alltof mikið, fólk forgangsraðar stundum bara ekki rétt.

Svo var annað sem ég sá reyndar í fréttablaðinu og það var auglýsing frá DV. Barnaverndarnefnd nær í unga stúlku sem dansar og Vegas....(man ekki hvort þetta var orðrétt svona) en hvað um það....svo var bara risa mynd af stelpu greyinu!! KOMMON... Þetta er nú ekki siðferðilega rétt...ég veit að Dagblaðið hugsar ekki um siðferði en mér er sama. Stúlkan er kannski búin að klúðra miklu í lífinu en hún er bara 16 ára og það er óþarfi að hengja hana fyrir framan alþjóð.

Jæja þetta er svona það sem ég tók eftir á þessum dýrðar degi...og klukkan þó bara 13:30!!
Húsverkin kalla, best að reyna að sinna þeim.
HH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home