mánudagur, febrúar 28, 2005

Allir geta á sig blómum bætt!

Jahérna...hef ekki skrifað hér síðan í fyrra...
Kannski og mjög líklega eru allir hættir að líta á þessa blessuðu síðu. En hvað um það. Alltaf gaman að grípa í tölvuna og skrifa einhvern ónytjung!!!

Ekkert að frétta svo sem , allt við það sama, sama vinna, hugsa um barn og bú og meira að segja sami kallinn!! Sem sagt ekkert slúður frá mér.

Ligg núna í skítapest, mætti nú samt í vinnu í morgun með tæplega 39°C og jahhh var hreinlega ekki starfshæf, en þraukaði daginn með engum afköstum. Ég er nú að hugsa að vera heima á morgun þar sem hitinn er ekkert að lækka og ég í einhverju móki hér...

Endilega ef það er einhver þarna úti sem enn kíkir hér þá er sá hinn sami vinsamlegast beðin að tjá sig... bara til að athuga hvort þessi síða sé á lífi eður ei!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home