Hér sé Guð
Ég var svo bjartsýn í gær á að vorið væri komið...hefði betur átt að halda kj því þá væri kannski enn sól!! Neiiii ég hef nú ekki svo mikið vald á heiminum að ég geti stjórnað sjálfum veðurguðinum. Það er varla að ég hafi stjórn á 14 sex ára gríslingum með sagir!!!
Klukkan er rúmlega 12 og það er eins og ég sé búin að vera hér í marga daga...sumir dagar líða hægar en aðrir það er bara staðreynd held ég svo eru aðrir dagar þannig að maður er varla vaknaður þá er komin tími til að fara aftur að sofa...talandu um svefn, sofnaði í gær kl:19:30 og þvílík snilld, mæli með því að fara snemma að sofa einstaka sinnum!
Ég er farin í mat.
OVER AND OUT
2 Comments:
Úff, já, þetta veðurfar er nú meir en lítið stórskrýtið. Hérna er ísjökulkalt eina stundina og steikjandi hiti þá næstu ... ég er farin að halda að veðurguðirnir séu einmitt bara hópur af 6 ára börnum með sagir og viti ekki alveg hvað þeir eru að gera með þær :)
Nákvæmlega :)
Skrifa ummæli
<< Home