við viljum franskar, sósogsalt!!
Góðan daginn kæru lesendur.
Í gær fékk ég notalegt símtal rétt fyrir kvöldmat:
"hæ ertu nokkuð byrjuð að elda"
Ég: "uuunei"
"ok erum að fara á pottinn og pönnuna með foreldrum þínum".
Veiii þarna slapp ég vel við að elda, enda var klukkan vel gegnin í sjö. Ég brunaði beint á p&p og pantaði mér kjúkkling, voða góður. Svo kom að því að panta fyrir barnið, hummm ok ég gat valið um 4 rétti (á meðan ég gat valið um marga rétti á 4 blaðsíðum).
1. djúpsteikt ýsa með kokteil og frönskum.
2. kjúkklingnaggar með kokteil og frönskum.
3. pizza
4. samloka með osti + koktelsósu og frönskum.
Er einhver annar sem hefur spáð í þessu? Þvílík óhollustu sem börnunum okkar er boðið...afhverju er ekki hægt að panta lambakjöt með kartöflu og gufusoðnu grænmeti svona eins og hinir fullorðnu geta pantað, nú eða bara kjúkkling? Afhverju þarf allt að vera djúpsteikt og grísí? Nei svarið er ekki "jááá en börnin vilja þetta" jahh ef þau vilja þetta þá er það uppeldið.
Svo er það annað fyrst ég er nú byrjuð að tala um börn og mat. Potturinn og pannan er frekar barnvænn staður og fær lof fyrir það, en hummm látum okkur sjá hverjir hinir staðirnir eru sem bjóða börn velkomin og nú hefst upptalning:
1. KFC
2.McDonalds
3.TGI Fridays (barnamatseðill er eins og á P&P)
4. Man ekki fleiri.
Maður er ekkert alltaf í stuðinu til að elda sjálfur (geri það þó laaaanoftast) og stundum vill maður gera sér glaðan dag með fjölskyldunni...ekki alltaf að koma barninu í pössun því foreldrarnir vilja fara að fá sér að borða!
Varð bara að tjá mig um þetta þar sem þetta stakk mig svo í gær.
Annað er það nú ekki í dag. Njótið vel og hugsið um hollustuna :)
4 Comments:
Va hvad eg er sammala ther, thad er eins og their hafi copy/paste'ad barnamatsedlana ur ameriskum matsedli (og ekki er thad nu hros).
Eg panta sjaldan ser mat fyrir Kamillu her uti og vid bordum daglega a veitingastad. Eg panta mer bara eitthvad gott og semy-hollt og svo fae eg auka disk fyrir hana.
En thetta er hreinlega til haborinnar skammar og vid foreldar thurfum ad fara ad tja okkur um svona hluti a opinberari stodum en vid eldhusbordid heima.
Knus, Kristrun
alveg sammála ykkur öllum. og ég er með Kalla í því að "Afhverju er ekki bara hægt að panta minni skammta af aðalréttum eða hafa "einfaldari" útfærslur af þeim sem barnamatseðil?"
annars borðar mín skvísa minna en mús svo ég gef henni bara yfirleitt með mér. en þegar þessi yngri fer að borða líka, þá væri voða fínt að geta panntað minni skammt fyrir þær saman
kveðjur frá Cape Cod.
p.s. ég verð nú samt að koma því á framfæri að fólk er ekki jafn mikið í holdum hér hjá mér eins og í Florida hjá Kristrúnu. það virðist vera meðvitaðara með hollustu hér.
Vá hvað ég er sammála þér. Við fórum með Andreu á Ask um daginn og barnamatseðillinn var eins og á p&p allt djúpsteikt og ógeðslegt! Þjónninn sem afgreiddi okkur var rosalega fínn og ég hreinlega spurði hann hvort þessi óhollusta væri sú eina sem væri í boði fyrir börnin okkar og hann sagðist geta spurt kokkinn hvort hann gæti ekki sett kjúklingabringu á pönnu í stað þess að djúpsteikja hana og það var ekkert mál...þannig það var þó skárra en þetta djúpsteikta ógeð!!
En það eru því miður ekki margir staðir sem hægt er að fara með börn að borða. En hér er samt einn sem þú getur bætt á listann og það er óliver við förum stundum þangað og það er alveg reyklaust á neðri hæðinni og þetta er ágætis matur en barnamatseðillinn er svipaður nema það er líka spaghetti á matseðlinum :) Sem er kannski það eina sem er ekki djúpsteikt ;)
Kv Kristín
Vá, ég vildi að öll símtöl væru svona :) En mjög áhugaverð pæling hjá þér með barnamatseðlana og í raun bara matseðla yfir höfuð. Erum við að borða nógu hollan mat?
Skrifa ummæli
<< Home