sunnudagur, apríl 30, 2006

Því eftir sjálfum sér að bíða erfitt er.

Jæja þá er komið að helgarfærslunni.

Á föstudagsvöld skelltum við hjónaleysin okkar af bæ. Fórum snemma af stað og fengum okkur í svanginn á Ítalíu...jájá ég veit við förum alltaf þanngað!!
Eftir að hafa "gúffað" í sig pizzu og sötrað bjór með fórum við sem leið lá í Háskólabíó sem er jú sinfóníuhöll okkar Íslendinga. Þar voru dívurnar Ragnheiður Gröndal og Eivör Pálsdóttir að syngja með sinfóníunni.
Vááá hvað þetta voru góðir tónleikar. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þula á ríkisútvarpinu rás 1 var þula kvöldsins og stóð á sviðinu og kynnti hvert lag, sögu þess og höfunda. Þegar maður lokaði augunum gat maður allt eins setið í stofunni hjá ömmu og verið að hlusta á útvarpið.

Fyrir mitt leiti var Eivör með sterkari rödd fyrir sinfóníuna, já hún var bara betri en Ragnheiður er samt mjög góð, bara með svo öðruvísi rödd meira dimm og jazz-blues.

Sunnudagurinn, sem sagt dagurinn í dag fór að mestu í tiltekt. Já ég tók til í kofanum, ryksugaði, þurrkaði af og skúraði, svo var farið út að hjóla og glugginn í stofunni málaður...allt að gerast í Kópavogi.

Nenni ekki að blogga meira, er hálf andlaus eftir amstur dagsins.
Lifið heil
HH

3 Comments:

At 4:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thad er aldeilis ad thid erud menningarleg, bara sinfoniutonleikar og laeti.
Vid James erum ekki einusinni buin ad borda saman kvoldmat "tvo ein" hvad tha gera eitthvad svona skemmtilegt. Madur mundi halda ad thegar madur aetti 3 unglinga a aldrinum 14-16 og 18 ad tha vaeri madur sko med potthetta barnapiu svona annad slagid en svo er sko ekki. Eg held ad James thori eki einusinni ad bidja thaer um thad thessar "primadonnur" sem hann a.
Ein ekkert sma "abbo" yfir deitinu ykkar.

 
At 3:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Samúðarkveðjur til Kristrúnar í Ameríku. Held þú ættir að mæta með fjölskylduna til Dr. Phil, hann er alltaf að taka svona prímadonnur í gegn. Þá sérðu fram á sældarlíf - og smá frægð í þokkabót!

Já og Halldóra: Hvaða djöfuls dugnaður er þetta á frídögum. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan!

 
At 4:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Nohh ekkert smá kósý bara. Hefði sko verið til í að kíkja á þessa tónleika!

Kveðja Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home