föstudagur, apríl 07, 2006

Á spáner gott að djammog djúsa...

Góðir hálsar.
Einn og hálfur klukkutími eftir af vinnudegi mínum og þá er ég komin í LANGÞRÁÐ páskarfrí. Það er föstudagur og helgin framundan í allri sinni dýrð.
Ég tók þó forskot á sæluna (ef sælu skyldi kalla) og skellti mér á kvöldverðarboð SAF, sem er pakkið í ferðaþjónustugeiranum. Étnar voru H5N1 smitaðar andabringur og humar (sem var góður). Eitthvað var drukkið annað en vatn á skemmtuninni, allavega miðað við ástandið á mínu heimili í morgun!!!

Ég dansaði allt kvöldið undir rokkinu frá Úlfunum. Dansherrarnir voru allir aðrir en unnustinn enda er greyið með eindæmum taktlaus.

Er einhver til í að bjóða mér til útlanda? Ég er komin með ógeð á þessum helv***** kulda og þessum lönguliðna vetri sem ætlar þó aldrei að fara. Ég er farin að hlusta á Dolly eins og hún gerist rólegust, það er bara ávísun á þunglyndi jahh allavega smá depurð. Ég vil fá sól, smá hita í kroppinn og gleðigleðigleði (síðasta orðið sungið). Þannig að ef einhver þarna úti er til í að bjóða mér út þá sendið mér póst á doradjamm@hotmail.com og ég verð tilbúin í stuttbuxunum :)

Jæja það er best að ljúka kennsludeginum smá happy og hætta þessari fjandans sjálfsvorkun og volæði.

Guð veri með ykkur ég hef engan tíma.
HH

3 Comments:

At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Taktleysi er það arfgengt? nei ég bara segi svona ;o)Reynum að taka snúning fyrir vestan um páskana!!
Kveðja úr kuldanum, snjónum og skít....fyrir norðan Elín

 
At 7:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á að skella sér vestur um páskana??
kv. Guðlaug Rós

 
At 3:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eg mundi sko bjoda ther til min i sol og saelu ef eg hefdi efni a thvi. Hvernig vaeri ad fara ad byrja ad lotta svo madur eigi sens a ad vinna einhvern timann, eg held eg kaupi mer bara einn mida strax i dag.

 

Skrifa ummæli

<< Home