Úti er alltaf að snjóa.
Titlarnir hjá mér að undanförnu hafa verið frekar frekar "leim" og ekkert átt skilt við það sem ég er að skrifa um. En þetta eru allt brot úr lögum sem ég er með á heilanum þá stundina!!
Það er miðvikudagur og aðeins 2 dagar í páskafrí, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég hlakka mikið til. Í dag er 5. apríl og á hún móðir mín afmæli, til hamingju með daginn elsku mamma (veit hún les ekki bloggið mitt en það er í lagi að þið vitið það). Kannski manni verði boðið í mat í kvöld jahh allavega í kaffi.
Það er bylur úti og ég varla sé í næsta kofa. Hvað er málið? Eins og þið vitið þá hef ég ekki húmor fyrir fyrir svona veðri þegar langt er liðið á vorið, en það er nú svo sem margt annað sem ég hef ekki húmor fyrir...t.d. ekki þegar bílar keyra LÖTURHÆGT á vinstri vegarhelming, þegar rúðþuþurrkurnar á bílnum virka ekki og úti er ausandi rigning, þegar nemendur HANGA bókstaflega á útihurðinni á smíðaskúrnum og reyna að opna hana (hún er læst). Og þegar aðeins fimm mínútur eru eftir af kaffitímanum eins og núna :(
2 dagar Halldóra 2 dagar í 10 daga frí...
5 Comments:
Leim? ég biðst forláts fríða frú en tilvitnanir í frk. Dolly Parton eru ALDREI leim!
blessssssuð Halldóra
takk fyrir commentið á minni síðu ;) gaman að vita af þessari síðu, nuna mun ég líka fylgjast með þér ;)
kær kveðja Vignir
góða skemmtun í páskafríinu. mér finnst alltaf gaman að lesa þig og ekkert leim við það sem þú skrifar, bara skemmtilegt.
en heyrðu er þetta "the Vignir" þessi litli sæti frá Ísafirði í eld eld gamladaga?
kveðja Gréta María.
Jájá Gréta þetta er sko Vignir. síðan í eldgamladaga :) Ekkert smá gaman :)
nohh maður bara roðnar við að lesa þetta "the" "sæti" og ég bara veit ekki hvað og hvað ... ;)
Skrifa ummæli
<< Home