don´t want to stay another day here.
Tilboðunum rigndi inn...allir vilja bjóða mér til útlanda. Ég er því núna í óðaönn að vinna úr þeim umsóknum sem bárust. Ég læt þann heppna vita um leið og niðurstaðan kemur.
Helgin var fín, reyndar allir dagar helgidagar hjá mér núna þar sem ég er í páskafríi :)
Fór á laugardagskveldi út með Kalla. Kíktum á lífið í bænum og fengum okkur gamallt nachos og hvítvín (sem var þó ekki gamallt að ég held). Eftir það var haldið á annan stað og fengið sér einn Cosmopolitan. Ég fíla gellurnar í Sex and the city MJÖG vel og þær þamba þetta alveg hreint eins og vatn, en guð hjálpi mér að vera í þeirra vinskap því þetta er þvílíkur viðbjóður að annað eins hef ég ekki smakkað.Ég sem sóttist eftir að líkjast þeim og fá drykk í flottu glasi með ólívum í en neinei fékk ekki einu sinni ólívur. Glöggir menn hafa sagt mér að ólívurnar séu með Manhattan!! Ég er ekki mjög fróð í hanastélsdrykkjunum og panta mér því Manhattan bara næst.
Á morgun er litla fjölskyldan að fara burt úr borginni. Já stefnan er tekin vestur á Ísafjörð í menninguna sem þar er að finna. Alltaf gott að komast burt úr borginni svo er þetta líka eina leiðin að fá frí með kallinum, að stinga bara af.
Hausinn á mér er fullur af alskyns skrítnum hugsunum og pælingum og því er líka fínt að fara burt og greiða úr flókanum sem er að myndast í heilanum.
En áður en ég greiði þann flóka er best að greiða úr sokkaflókanum sem var að koma úr þvottavélinni.
A piú tardí.
2 Comments:
Sjáumst á ísó skvísa!!
Komiði til spánar með okkur í sumar okkur vantar partnera ;)
KV Kristín
Hæ skvís er komin í bloggheiminn
kristinsig.bloggar.is
Skrifa ummæli
<< Home