mánudagur, maí 08, 2006

I wish I was a lollypop...

Þá er mánudagur kominn í allri sinni dýrð. Helgin horfin og kemur aldrei aftur jahh allavega ekki liðin helgi. Vonum þó að veðrið sem var um helgina komi aftur.

Var dregin á föstudaginn í bootcamp með Kristínu, ég bíð þess ekki bætur. Var með harðsperrur í vöðvum sem ég vissi ekki að væru til, ég er rétt farin að labba eðlilega núna. En engu að síður var þetta gaman :).

Ég og Ólafur búin að vera að mestu ein heima um helgina, Ásgeir að vinna og læra nóg að gera í því öllu. Fór í sund á sunnudagsmorgun í brakandi blíðunni og OMG þvílík stappa. Þar sem ég vaknaði mjög snemma ákvað ég að halda í fyrri kantinum af stað og ákvað líka að fara í "rólega" sundlaug þannig að við mæðgin enduðum í Vesturbæjarlauginni. Eftir að hafa náð sturtu og bleytt sig í henni (það láku kannski 3 dropar úr sturtunni) þá stökk ég ofan í laug og ofaná 2 fullorðna karlmenn og 5 börn þvílíkur var troðningurinn. Ólafur náði að fara nokkrar ferðir í rennibrautina og leika smá með bolta þanngað til karlmaður á fertugsaldri tók af honum boltann og fór að leika í körfunni, þá gafst ég upp!! Fór í dropa sturtuna og út! Eftir að út var komið fengum við okkur ís og héldum heim í dalinn.

Var svo þreytt í gærkveldi að ég tók video já hef ekki gert það í aldrir (sko tekið video). Hlunkaðist út á leigu og tók myndina Just friends man ekkert um hvað hún var nema feitan strák sem er skotinn í stelpu og svo verður hann mjór og ríkur og fær stelpuna!! Nóg að vera mjór ríkur og sætur þá brosir heimurinn við þér og sætu stelpurnar líka :)!!!!

Mætt til vinnu núna og er í gati, er ekkert að nenna að vera hér og er búin að vera að velta því fram og til baka hvort ég hafi tekið ranga ákvörðun með vinnu næsta vetur...æjjj hætta að hugsa svona, maður á að vera ánægður með að hafa og geta unnið!!! (krappppp).

Knús til ykkar og koss til þín ;)
HH

3 Comments:

At 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oooo... thad er svo gaman i Bootcamp. Eg var lika med hardsperrur i vodvum sem eg vissi ekki ad vaeru til i thessi 4 skipti sem eg for. Um ad gera ad halda afram thangad til thetta verdur "kokusneid".

Knus og koss, Kristrun

 
At 10:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að þú sért á lífi eftir bootcampið!! Var farin að hafa áhyggjur af þér stelpa ;)
En á ekkert að mæta aftur??? hehe

Kv Kristín sem er orðin "húkt"á bootcamp.

 
At 1:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

klukkan hvað eruð þið í bootcamp.?? ég ákvað að byrja líka í bootcamp... þetta er það skemmtilegasta sem hægt er að gera í líkamsræktinni(allt annað en að púla í tækjum og tólum.) liggur við að maður fjárfesti í árskorti.... ekki skemmir það svo fyrir að hafa myndarlega þjálfara kvetja mann áfram...

 

Skrifa ummæli

<< Home