PS. I love you.
dagur 3
Enn er ég mætt fyrir framan tölvuna. Ekkert smá gaman að fá svona mörg komment eins og í gær. Takk fyrir það öll sömul og ekkert smá gaman að fá svona skilaboð að handan!! Já langa kom víst fram og sagði að "þetta" yrði allt í góðu hjá mér. Úúúú ekkert smá spennó að einhver fylgist líka með manni á hinu tíðnisviðinu :)
Júróvisjón á morgun, eða sko undankeppnin og þá verður nú fróðlegt að fylgjast með Silvíu Nótt og sjá hvort hún noti fuck og ef hún gerir það þá verður spennó að sjá hvort hún fái að keppa. Það sem mér finnst einkenna keppnina í ár eru fullt af dead-boring lögum. Kannski að þau eigi bara eftir að venjast ég veit það ekki.
Var heima að gramsa í morgun (já Ólafur er enn veikur, en ég fór í vinnu á hádegi) og kom auga á gamalt bréf frá einni sem var skiptinemi jafnt og ég, Dawn Fraser, fann e-mailið og tékkaði hvort það væri enn í notkun og svo er :) Búnar að vera að skrifast á í dag og ekkert smá gaman að rifja upp gömul kynni.
Ég er eitthvað ferlega andlaus í dag og ekki beint í stuði að skrifa einhverja hnyttna og skemmtilega færslu (eins og allar hinar eru)!!
Eitt að lokum, sorgalegt en satt, Paul og Heather eru skilin að borði og sæng.
Þangað til á morgun.
Ciao.
23 dagar í Manchester
7 Comments:
Skilaboð að handan??? Bíddu, hvað er í gangi??
Já fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir ykkur þá fór frænka mín til miðils og hann spurði hver er Halldóra og þá var sagt að þetta myndi nú allt verða í lagi hjá mér!!
HH
Allt hvað???
það er það sem engin veit...Kom svo bara "ætlaru að mund það"
nei bíddu að þetta myndi allt ganga upp hjá mér .
Uff... mer finnst svona midla dot svo spuky, en gott ad thad var svona hughreystandi.
Audvitad verdur allt i lagi hja ther Halldora min. Thu ert laerdur kennari "og" smidur og talar reiprennandi itolsku, att gullfallegann hraustann son og ert trulofud godum manni. Thu att fallega ibud og godann bil, og ferdast erlendis a hverju ari og stundum oftar. Hvad gaeti hugsanlega vantad tharna uppa??
Thu munt finna starf sem thu elskar adur en thu veist af, kanski ertu bara of einbeitt og tharft ad haetta ad hugsa um thad i sma tima og tha dettur eitthvad i kjoltuna a ther.
Einstaklega sammála síðasta ræðurmanni!!
Skrifa ummæli
<< Home