mánudagur, maí 15, 2006

punktur punktur komma stik

Jæja þá er komið að því og ekki aftur snúið. BLOGGÁSKORUNIN mikla hafin.

Er öll að skríða saman eftir flensuna í síðustu viku en nú er það sonurinn sem er lagstur. Jiii ætli maður verði rekin úr vinnu eftir öll þessi veikindi??

Á laugardaginn átti unnustinn frí og brugðum við okkur af bæ. Fórum uppí Borgarfjörð og áttum góðan dag með Kalla og Ögmundi. Ég og Kalli fórum smá fjallgöngu sem var mjög skemmtileg... Ég á inniskóm og Kalli dró mig beint af augum gegnum Birki frumskóg. Það vildi nú ekki betur til en svo að hann steyptist á hausinn....HAhahahaha hvað það var nú fyndið. (sorry Kalli en það var ógeðslega fyndið). Svo var farið í pottinn og grillað og haft það notalegt.

Mæðradagurinn var víst í gær og óska ég öllum mæðrum til hamingju með daginn. Ólafur er víst of ungur til að gefa mér blóm og því fékk ég ekkert nema knús frá honum sem er miklu betra en blóm sem drepast hvort eð er.

Mánudagur í dag og fyrsta bloggfærlsan búin :)
Verið nú dugleg að kommenta í þennan mánuð... og líka þið sem kommentið aldrei.

2 Comments:

At 6:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jey, fyrsta faerslan, eg er buin ad bida spennt etir thessum manudegi og hlakka til ad lesa a hverjum degi i heilann manud.

Eg er komin med skype og hedset og webcam svo nu thurfum vid ad fara ad spjalla a skypinu.

Knus, Kristrun

 
At 2:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lýst vel á þessa áskorun og hlakka mikið til að lesa á hverjum degi :)

Kv Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home