þriðjudagur, maí 16, 2006

She said I know what it´s like to be dead.

Þá er dagur tvö runninn upp.

Ég er mætt til vinnu svona til tilbreytingar. Ásgeir heima í dag með Ólaf. Vorum að koma með hann frá eyrnalækninum og jújú það er enn ein eyrnabólgan og enn einn sýklalyfjakúrinn. FIMMTI penselínskammturinn á stuttum tíma og mér finnst þetta ekki lengur sniðugt, en hann vildi prófa einu sinni enn og ef það gengur ekki (sem ég býst við að gerist) þá á að taka hálskirtlana. Vona bara að öll þessi líffæraúrtaka í barninu hafi eitthvað að segja.

Annað er nú ekki títt. Ég búin að vera á bömmer varðandi líf mitt þessa dagana. Jahhh kannski ekki beint lífið sjálft en hluti eins og atvinnu og annað. Hef komist að þeirri niðurstöðu (löngu búin að fatta það samt) að ég er á kolrangri hillu í lífinu og í raun er ég komin undir hillu eða eitthvað langt bakvið hana. Afhverju get ég ekki bara...æjjj nei sorry ætla ekki að tjá mig meira um þetta.

Kær vinur minn er einnig á einhverjum bömmer þessa dagana vegna sambandsörðugleika. Hann heitir Palli sumir kalla hann Palla grænmetispoppara eða Macca en í raun heitir hann Paul McCartney. Hann hringdi í mig um daginn og ég sagði honum bara mína skoðun, hann á ekkert að vera að dandalast með þessari fótalausu fyrirsætu. Þessi pjá** kann sko að versla segi ég nú bara, húkka í ríkasta mann Bretlandseyja og þó víða væri leitað, segist ekki geta átt börn en úppps núna er til 2 ára lítil stelpa, giftir sig og hummm engin prenup (æjjj svona samningur sem ríka fólkið gerir, man ekki hvað það heitir). Ég ættla að hitta Macca þegar ég fer til Manchester og bara aðeins að hugga hann. Ég var samt búin að vara hann við.

Svo nálgast kosningar og júróvisjón á fimmtudag. Jiii á ég að fara að blogga um þetta líka?? Neeee geri það á morgun. komin með miklu meira en 150 slög og því læt ég þessu lokið í dag.
Bíðið spennt eftir næsta bloggi :)

Halldóra.
24 dagar í Manchester

5 Comments:

At 7:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jaeja, gott ad heyra ad thu sert buin ad na ther. En thad er furdulegt med thessa puka hvad thau eru fljot ad na ser i allt sem gengur, Eg man ekki hvad Kamilla for a marga pensilin kura adur en their toku nefkirtlana en thad gerdi ekkert gagn og their neitdu ad taka halskirtlana. Hun er buin ad vera 3 sinnum lasin a thessum 3 og halfum manudi sem vd erum buin ad vera her.
Gaman ad fa svona fretir a hverjum degi.
Knus, Kristrun

 
At 7:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

halldóra ég fékk skilaboð að "þetta" myndi allt ganga upp hjá þér........ kv. Guðlaug Rós

p.s gaman að lesa daglegar fréttir.

 
At 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hættu þessari helvítis kennslu og gerðu eitthvað uppbyggjandi fyrir líkama og sál það vita það ALLIR að þetta er ekki þín kennsla. Taktu stökkið þú mund ALDREI sjá eftir því.
Love you, Lilja

 
At 9:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ kjútí, bara að kvitta !
og kvitta svo undir það sem að lilja segir, JUMP GIRL !!

 
At 12:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halldóra mín.....ég hef sagt það áður og segi það enn....hættu í kennslunni og farðu að gera eitthvað sem þér finnst skemmtilegt!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home