Töff töff töff
dagur 4
Þá er fimmtudagurinn runninn upp. Dagurinn sem margir hafa beðið spenntir eftir í marga
mánuði. Ég veit um júróvisjón forkeppnisparty um allan bæ en hef þó kosið að vera bara heima hjá mér með kallinum og barninu.
Ég er bara nokkuð bjartsýn á að Silvía Nótt komist í aðalkeppnina enda eru hin lögin ekkert til að hrópa húrra yfir (var ég búin að skrifa þetta áður??). En sjálfa aðalkeppnina vinnur stelpan ekki og því held ég að landinn ætti ekki að hlaupa til og kaupa sjónvörp og bíla í tugavís til þess eins að eftilvill kannski fá þá endurgreidda því það mun ekki verða. En þetta eykur þó hagvöxtinn, látið mig vita það...FOB og CIF, það er sko mín deild!!!
***
Hér á bæ verður pizza í matinn...ætli maður þurfi að fara að panta hana til að fá hana á skikkanlegum tíma?? Gaman væri að þið mynduð kommenta og tjá ykkur um það hvað var í matinn hjá ykkur á júróvisjónforkeppniskvöldinu!!
***
Svo eru það kosningarnar eftir rétt rúma viku. Ólafur fékk svakalega fallegt merki frá flokk einum hér í bæ og hefur tekið ástfóstri við þetta merki sem ber ákveðinn bókstaf. Kona ein (líka hér í bæ) benti mér kuteysislega á að barnið gæti orðið fyrir aðkasti að bera þetta merki!!! Þannig að hér er að færast fjör í kosningarslaginn...en meira af því síðar.
***
Föstudagur svo á morgun. Fínt að eiga helgi þar sem allir eru orðnir fullfrískir.
Jæja ég ætla að fara að koma mér í stellingar í sófanum, panta pizzuna og setja teppi á tásurnar enda bara 50 mínútur í að keppnin hefjist.
***
Njótið kvöldsins.
Halldóra
Halldóra
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home