þriðjudagur, maí 23, 2006

Money money money.

dagur 9
Mikið lifandi skelfingar leiðindar veður getur þetta verið. Er virkilega komið sumar eða er ég eitthvað vilt á dagatalinu?? Einhver sem getur hjálpað mér??
***
Fór með vinnunni í morgun uppí sveit í skógarhögg og aðra skógarvinnu. Ég mætti í snjógallanum mínum og ekki veitti af, það var bókstaflega stórhríð úti. Svo var VORhátíð á leikskólanum í dag hjá Ólafi, brrrr. Mér er enn kalt eftir þennan dag var úti frá 8 til 6.
***
Fyrir framan mig er kveikt á sjónvarpinu og þar er Innlit/útlit. Ung stúlka nýbúin að kaupa glæsilega íbúð. Öllu hent húsið gert fokhelt, veggir teknir niður og bara name it. Hún er búin að vera að þylja upp hinn og þennan arkitekt sem gerði hitt og þetta. Getur einhver sagt mér við hvað þetta fólk vinnur? Ekki fær maður pening fyrir að vera í uppeldisgeiranum eða umönnunarmálum.
***
Vááá ég veit ekki hvað ég er búin að skrifa ofanritaðann texta oft. Var að því komin að henda hel... tölvunni á gólfið. Alltaf kom svart yfir og textinn tatata horfinn *argggggggg*
***
Ætla í heitt bað.
Hafið það gott
Halldóra

3 Comments:

At 10:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fólk er almennt ekki í svona vel launaðri vinnu. Aðgangur að lánsfé er bara svo góður...

 
At 1:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eru þetta ekki bara pabbastelpur eða fastagestir í bönkunum??

En hvað segirðu skvísa..ætlar þú á tjúttið um helgina??

Kv Kristín

 
At 11:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki kominn 25.maí....á ekkert að blogga eða hvað??? Ekkert gerst í 2 daga.

 

Skrifa ummæli

<< Home