föstudagur, maí 26, 2006

Cause I´m the taxman

Góðan dag kæru lesendur nær og fjær.
***
Ef þið eruð að spá í því hvers vegna ekkert hefur verið bloggað í tvo daga þá er ástæðan sú að ég vann áskorunina og ákvað að taka mér smá pásu frá skrifum. Jámm Kalli hreinlega gafst upp á að blogga og þar með sigraði ég. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en þau verða ekki tíunduð hér.
***
Eitt sem ég vil einnig koma á framfæri það eru fyrirsagnirnar mínar. Þetta eru allt brot úr lögum sem ég fæ í kollinn svona annað slagið. Sumir heyra skrítnar raddir alltaf en ég heyri lög!! Vildi að það væri hægt að spila lagið leið og bloggið væri lesið, það væri dáldið sniðugt því þetta er nú flest allt mjög góð lög.
***
Kosningar á morgun. Eru ekki allir orðnir spenntir?? Allir búnir að lesa stefnuskrá flokkana eða fylgið þið alltaf sama flokknum þó stefnan sé ekkert spes? Ég mæli með að þið farið yfir stefnu hvers flokks fyrir sig og athugið hvar ykkar sjónarmið passa inní.
***
Flugvallarmálið er án efa eitt af stóru kosningarmálunum í ár. Það sem mér finnst skítnast í því er að fólkið á landsbyggðinni hefur ekkert um þetta mál að segja, auðvitað á þetta að vera kosningarmál í hverju sveitarfélagi. Látum ekki plebbana í 101 ráða þessu, þau fara ekki einu sinni svo langt sem Breiðholt. Byggja háhýsi á þessu svæði KOMMON það er nóg landsvæði hér allt í kring.
***
Annað sem flokkarnir eru að berjast um eru leikskólamálin. Sumir vilja leggja af leikskólagjöld 1,2, og 3. aðrir vilja gera það í áföngum og enn aðrir sem vilja bara lækka gjöldin en hafa þau. Persónulega fyrir mig finnst mér allt í lagi að borga leikskólagjöld, í raun mundi ég vilja borga þessi gjöld og borga frekar leikskólakennurum hærri laun og fá hæft og lært starfsfólk í hvern leikskóla. Hagfræðingurinn Milton Friedman sagði eitt sinn "að það er ekkert til sem heitir fríir hádegisverður" (vá það hefur borgað sig að fara 3 í bókfærslu) og það er nokkuð til í því. Ef það er hægt að hafa gjaldfrjálsa leikskóla þá eru greinalega til peningar til að borga fólkinu hærri laun líka.
***
Annað sem flokkarnir reyna að selja okkur nú fyrir kosningar eru skattalækkanir. Þeir kannski standa við þetta og lækka einhverja skatta en hækka þá bara frekar önnur gjöld þannig að við græðum ekkert, þetta er eitt af þeim loforðum sem ég hlusta aldrei á. Jahhh nema Vinstri grænir þeir lofa engum skattalækkunum..vona bara að þeir hækki þá nú ekki heldur.
***
Jæja það er allof mikið hjá mér að gera í vinnunni á að vera að pakka þannig að ég er farin.
***
Munið að setja X á þann stað sem sannfæring YKKAR segir. Látið engan rugla ykkur.
***
Kosningakveðja
Halldóra
12 dagar í Manchester

3 Comments:

At 1:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr.... Gaman að sjá að fólk hefur skoðanir á pólitík og er óhrætt að láta þær í ljós.
Ég vona að sem flestir nýti kostningarréttinn sinn og spái virkilega í því hvað þeir eru að kjósa.
Ég hefði átt að kjósa utan kjörstaðar áður en ég fór :( en það er víst of seint núna, svo þið hin: Munið að kjósa RÉTT!!

Og Halldóra, ég vona að þú haldir áfram að blogga daglega eða allavega annannhvern dag. Ég saknaði þín þessa tvo daga.
Knús, Kristrún

 
At 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

XD

 
At 11:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvar ertu ?? það þýðir ekkert að gera mann háðan og svo hætta bara... kíki alltaf á þig hérna inn. þú ert bara hluti af daglega rúntinum...:)

 

Skrifa ummæli

<< Home