fimmtudagur, júní 22, 2006

sól sól skín á mig.

Fólk farið að kvarta sáran undan litlum skrifum undanfarið. Já hvað er þetta haldiði að ég hafi bara ekkert annað að gera en að hanga í tölvunni og segja ykkur frá öllu því stórfenglega sem ég fæst við í sumarfríinu.
***
Veðrið hefur ekki verið alveg eins og ég hefði kosið en það var gott veður í gær og það var korter í dag sem hægt var að vera úti. það er nú svo sem alveg líka hægt að vera úti alla hina dagana, vera þá bara vel gallaður í föðurlandinu og pollagalla.
***
Fór í brúnkuspreymeðferð í dag, já maður verður bara að feika brúnkuna fyrst hún fæst ekki frítt. Stóð þarna nakin inní tjaldi meðan gellan úðaði mig alla með ísköldu spreyinu. 30 mínútum seinna og 3500 kalli fátækari labbaði ég út brún og sælleg.
***
Vona að þessi stutta færsla mín svali þorsta þyrstra lesenda minna.
Lifið heil.
HH

5 Comments:

At 11:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefðir bara átt að koma í heimsókn til mín í brúnkumeðferð, það hefði nú reyndar verið aðeins dýrari brúnkumeferð og hefði tekið lengri tíma en 30 mínútur.

Knús Kristrún

 
At 1:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er engin bloggframmistaða. Taktu þig á kona !

 
At 4:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég væri nú heldur ekki dugleg að blogga ef enginn commentaði nema bara til að skamma mig.
Þú stendur þig vel Halldóra mín, það er alltaf gaman að lesa þig.

Knús, Kristrún

 
At 6:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

blogga...blogga....blogga...
takk fyrir síðast
kv. Guðlaug Rós

 
At 1:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Your are Excellent. And so is your site! Keep up the good work. Bookmarked.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home