sunnudagur, júní 18, 2006

will you still need me will you still feed me...

When I´m 64??
Já það kannast nú kannski margir við þetta textabrot. En það á nú mjög vel við í dag þar sem kappinn á afmæli í dag. Já til hamingju með daginn Paul McCarteny bara orðin 64 ára.
***
Mér finnst alltaf dáldið gaman af svona lögum sem eru annað hvort með eitthvað ártal eða eitthvað í þeim dúr, því þegar þau eru samin þá er svo gríðarlangt í þann tíma sem á við. Eins og lagið með Villa Vill, Mig dreymd það væri komið árið 2012 þeir tunglið höfðu malmikað og steypt í hólf og gólf... Kannski um miðbik síðustu aldar þegar þetta lag var samið þá var fólk með það á tæru að árið 2000 yrðu ekkert nema fljúgandi bílar og þar fram eftir götunum. Æjjj já veit ekki hvort þið skiljið það sem ég meina!
***
17.júní í gær og fínn dagur bara. Fórum við fjölskyldan á Rútstún hér í Kópavogi og skemmti Ólafur sér vel í hoppukastalanum. Það var nú alveg ótrúlegt hvað veðrið var með ágætum en smá úði annað slagið, ekki kvartar maður yfir því þegar maður er búinn að rigna í kaf í allt heila helv...sumar. Um kvöldið kom frænka mín hún Guðlaug í mat ásamt sínum ektamanni. Mmmm grilluðum læri og mikið var nú maturinn góður. En huhummm held að okkur Guðlaugu hafi einnig þótt rauðvínið gott því við náðum að stúta 3 flöskum og já beilís flöskunni allri sem ég hélt að myndi mygla hjá mér!!! Mæómæ hvað við skemmtum okkur nú fínt en ekki fannst mér eins skemmtilegt í morgun. Muna það að drekka ekki rauðvín eins og vatn.
***
Mánudagur á morgun bara gaman því ég er í sumarfríi :)
Þynnku kveðjur
HH

3 Comments:

At 12:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hljómar eins og þið hafið skemmt ykkur vel. Ég hlakka ekkert smá til að fá þig í heimsókn eða koma í heimsókn til þín. Ég skal sko stúta einni beilís flösku með þér, en ég læt þig sennilega eina um rauðvínið.
Knús, Kristrún

 
At 9:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert að gerast á þessari síðu???

 
At 9:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert að gerast á þessari síðu???

 

Skrifa ummæli

<< Home