fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hérna bjó hún Þuríður hér við batt hún ást og tryggð...

...heill er mín fagra og ástkæra Bolungarvík. (sungið)
***
Jæja þá er maður komin allaleið vestur í Bolungarvík, kemst hreinlega ekki lengra en það.
***
Erum búin að hafa það rosalega gott á Skólastígnum hjá afa. Ólafur skilur ekkert í því að langamma sé ekki heima en sú gamla er komin inná sjúkrahús á Ísafirði. Birna Borg systur dóttir mín er með í för og er mjög gott að hafa svona "barnapíu".
***
Jæja ég hreinlega hef ekkert að segja allt í fínu standi hér í Víkinni. Búin að hakka í okkur kringlur úr Gamla og svo auðvitað búið að baka pönnukökur og annað skemmtilegt. Fór í morgun með Dísu, mágkonu mömmu að gera gler bakka og annað skemmtilegt í listasmiðjunni hér í Víkinni. Já hér er sko allt til alls. Ekkert stress bara gaman :)
***
Skrifa meira síðar.
Kveðja úr Bolungarvík.

2 Comments:

At 10:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En gaman hjá ykkur mæðginum að ferðast svona, og frábært að hafa barnapíu með í för.

Góða skemmtun í Bolungarvík.

Ekki gleyma að borða eina kringlu og kókómjólk úr Gamlabakaríinu fyrir mig.

Knús, Kristrún

 
At 12:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey what a great site keep up the work its excellent.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home