föstudagur, júlí 21, 2006

If you want to be happy for the rest of your life...

Hvaða dagur er í dag?? Ég hreinlega veit ekki hvað dögunum líður þegar maður er svona í sumarfríi. Rétt á kvöldin þegar ég tek inn pilluna þá sé ég jááá það er komin laugardagur. En svo náttúrulega gleymist það strax og ég leggst á koddann
***
Ég veit bara að ég tel niður fyrir skemmtilegheit sem eiga sér stað í sumar. Nú er ég að telja niður á ættarmótið, það er á morgun og verður örugglega banastuð :) Svo verður strax brunar til tengdó í sumarbústað í Skagafirði og svo er sko NÓG framundan skal ég segja ykkur.
***
Einhverjir voru að forvitnast um hver yrði að spila í brúðkaupinu og verður það divan Margrét Eir :) Hún er mjög flott pía og þrusu söngkona þannig að ég þarf engar áhyggjur að hafa af því. Jiii ég er búin að panta tíma í neglur, litun og allan pakkann...mikið verður maður nú sætur, úfff og ég sem er alltaf svo sæt þannig að þetta verður svakalegt!!! VARIÐ YKKUR.
***
Jæja vildi bara láta ykkur vita svona áður en ég bruna aftur útá land að við erum sko alltaf í stuði í Kópavoginum.
Knús
HH

5 Comments:

At 10:05 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En hvað er gaman hjá þér og mikið að gerast.
Ég vildi að ég gæti sagt það sama.
Þú verður sko án efa glæsileg í brúða dressinu og öll uppstríluð, eins sæt og þú ert nú alltaf. Ég hlakka svo til að sjá þig, sama hvort það verður á mynd eða í lifandi mynd. Ég vona nú að það verð seinni kosturinn.

Knús, Kristrún

 
At 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh æðislegt...Margrét Eir er rosa góð söngkona. Hlakka ekkert smá til að koma í brúðkaupið ykkar:)
Þú átt án efa eftir að verða flottasta brúður ever ;)

Góða skemmtun að ferðast....

Kv Kristín

 
At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Here are some links that I believe will be interested

 
At 4:35 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

 
At 12:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home