laugardagur, september 02, 2006

Hér er ró og hér er friður...

"Kominn tími á nýtt blogg" Þetta eru orðin sem maður fær frman í sig þegar maður hittir fólk þessa dagana. Auðvitað læt ég eftir öllum óskum aðdáenda.
***
Ég er ein í kotinu og kann ágætlega við það. Ekki á hverjum degi sem maður getur hlustað á þögnina, jahh eða sungið hástöfum og engin kvartar, nema þá kannksi að nágrannarnir bölvi en mér er skít sama um þá þeir geta bara talist heppnir að söngfugl með fagra rödd sé í blokkinni!
***
Nú um helgina eða, nú á helginni, eins og við vestfirðingarnir segjum, er ég á námskeiði í Kennó og kallast það lesið í skóginn. Jájá þar læri ég ég tálga og annað sniðugt. Er t.d. núna hálfnuð með eitt stk garðbekk. Hendi inn mynd þegar hann er fullkláraður.
***
Strákarnir mínir, krúsídúllurnar mínar, fóru Norður um helgina, ég held að Ásgeir sé bara að reyna að forðast það að þurfa að taka til. En ég get lofað ykkur og honum líka að það er alltaf hægt að taka til og þrífa á þessum bæ. Þó er ég nú búin að vera frekar dugleg (djö kjaftæði, er bara að reyna að friða samviskuna).
***
Annað er nú ekkert að gerast. Klukkan langt gengin í tólf og ég er bara að fara að halla mér (haddla).
Get þó skotið því hér inn að á mánudag byrjar alsherjarátak hjá gellunni, þið fáið að fylgjast með því og í hverskonar formi þetta átak er.
***
Góða nótt sofðu rótt í alla nótt.
HH

4 Comments:

At 11:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Thu ert alltaf svo snidug, talgar bara heilann gardbekk skvisa. Hlakka til ad sja mynd a honum.
(Tolvan er eitthvad ad srida mer og neitar ad skrifa islensku.)
Hlaka lka til ad heyra meyra um atakid. Eg er gersamlega buin ad sleppa mer her a CapeCod en mun byrja a fullu um leid og eg kem heim a fimmtudaginn.

Knus, Kristrun

 
At 10:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ skvís....

Er alltaf á leiðinni að heimsækja þig!! Er allavega komin í bæinn...

Kv Kristín.

 
At 8:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ pæ.
ég segi nú eins og kristín... maður er alltaf á leiðinni...

kv. Guðlaug Rós

p.s verðum í bandi varðandi hreindýrið!!!
ég tek allann tollinn minn út í fríhöfninni.. það þýðir ekkert minna þegar við erum með matarboð ;)

 
At 9:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hey yo...á ekkert að blogga. Hvað kom fyrir eldhúsið?
Lov u
Sys

 

Skrifa ummæli

<< Home