laugardagur, ágúst 05, 2006

Brabrabrabra brabrabrabrabra

Dúdda mía.
Í dag er laugardagur og í raun hefði getað verið hvaða dagur sem er, dagurinn hefur að mestu farið í svefn, þynnku og Nonna bita.
***
Já þau birtust hérna hjá mér í gær Guðlaug, Kalli og Kristín og bundu fyrir augun á mér og út í bíl. Það fyrsta sem ég fékk í hendurinar var Breezer og þeir urðu sko MIKLU fleiri en bara einn!
Farið var með mig í tivolíið og fyrst fór ég í eitthvað barnatæki með Guðlaugu en það var bara byrjunin því svo fór ég í tæki sem heitir Freak out og jésús minn góður hvað ég var hrædd. Ég var ein í tækinu og öskraði úr mér lungun. Þannig að þið í nágrenni Reykjavíkur sem heyrðuð öskur þá var það bara ég!!!
Svo voru þau svo ógeðslega fyndin að fara með mig á Reykjavíkurflugvöll, þar inn fyrir hlið og hvað haldiði að hafi verið á vellinum og maður í??? Jebbb listflugvél....Ég var næstum farin að gráta því í listflug fer ég ALDREI en þá var þetta bara heppni hjá þeim að vélin var á vellinum því þau voru bara að stríða mér. Hjartað fór sko vel á stað þarna.
Aftur bundið fyrir augun á mér, fékk fleiri breezera í hönd og næst er ég farin að labba á hlaupabretti og þegar tekið er frá augunum er ég í hnefaleikafélagi reykjavíkur. Jebbb þar fékk ég einkakennslu í boxi sem endar með bardaga í hringnum. Púfff var að boxa við einhverja gellu sem tók sig bara til og lúskraði á mér, kennslan greinilega ekki skilað sér hjá mér.
Svo var farið að sækja mat og borðað heima hjá Guðlaugu gómsætan mat frá Austur-Indíafélaginu og ennnnn fleiri breezerar og vodki rann ljúft niður hjá fólki!!!
Svo var pantaður taxi og farið á Oliver. Þar áttum við frátekið borð og var það dekkað með RISA kampavínsflösku og jarðaberjum.
Svo var bara dansað framundir morgun!! Var að skríða heim um 6, BÚIN Á ÞVÍ.
Svo bara er ég með tvo góða marbletti á olnboganum, harðsperrur um ALLAN skrokk og bolgna tær dauðans. Jiii vona að ég komist í brúðarskóna næstu helgi.
***
Púfff jæja ég hafði rænu til að skríða fram og kveikja á tölvunni en nú er ég farin aftur inn í rúm.
Takk fyrir ÆÐISLEGT kvöld krakkar mínir :)
HH skelþunn

5 Comments:

At 6:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Noh það hefur bara verið geggjað stuð hjá ykkur. Vonandi verður þú orðin hress fyrir næstu helgi. Sjáumst, Lilja víkari.

 
At 8:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld!! Þetta var æðislegt og gaman hvað þú skemmtir þér líka vel :)
Vonandi verða marblettirnir farnir og tærnar komnar í lag fyrir næstu helgi...annars er bara að nota slatta af meiki ;)

KV Kristín.

 
At 11:04 e.h., Blogger Vestfirðingurinn said...

Vá, það hefur greinilega verið rosa fjör :D Hlakka til að sjá þig á næstu helgi!

 
At 3:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oooo....hvað ég er spæld yfir að missa af gæsuninni þinni. Þið hafið greinilega skemmt ykkur vel.
Ég veit þú hefur engann tíma þessa dagana, en þú mátt endilega senda mér myndir um leið og tími gefst.
Ég sakna þín voðalega og er svo spæld yfir að komast ekki í brúðkaupið ykkar.
Stórt knús og koss, Kristrún

 
At 11:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú vast bara FALLEG í gær Halldóra mín...þetta var alveg yndislega fallegt og skemmtilegt brúðkaup :) Takk fyrir okkur :)

Kv Kristín og Maggi!

 

Skrifa ummæli

<< Home