mánudagur, ágúst 14, 2006

ekkert nema þakklæti :)

Jahérna hér, þá er maður bara orðin frú Halldóra!! Úffff virðulegt það. Finn nú samt ekki mikla breytingu. Kannksi að Ásgeir finni hana þar sem ég er farin að stjórna honum sem aldrei fyrr. Neinei bara grín ég er enn sama ljúfa lambið við hann. Er það ekki Geiri minn ;) ??
***
12.ágúst var hreint út sagt FRÁBÆR dagur, vááá hvað þetta var nú gaman og skemmtilegt að hitta allt þetta fólk.
Ólafur sá til þess að fólki leiddist ekki í kirkjunni. Jamm litli gaurinn var hringaberi og þeir sem þekkja Kópavogskirkju vita að það er svona rist eða ræsi yfir allt gólfið bak við altarið og þeir sem þekkja Ólaf vita að hann er aldrei kyrr þannig að hann labbaði marga hringi kringum altarið og þegar presturinn biður hringaberann að koma með hringana þá heyrist bara klinngggggg (Járn í járn) jebbb annar hringurinn datt ofan í ræsið og fólkið í kirkjunni kafnaði úr hlátri!!! Vááá hvað var nú típsískt. Við bara biðum róleg á meðan tengdó og meðhjálparinn lágu á fjórum fótum með herðatré að reyna að veiða hringinn upp. Eftir góða stund heppnaðist þetta og athöfnin hélt áfram :)
Margrét Eir söng eins og engill í krikjunni og heppnaðist allt rosa vel.
***
Svo var það veislan og jahhh mér fannst hún ÆÐI. Fólk var mikið að koma til okkar og segja hvað þetta hafi allt verið frábært og já hvað ég væri rosalega flott :) Svo bara var dansað eins og vitleysingar þanngað til mamma rak mig og Ásgeir út og þá var klukkan að verða 2 :) Jeminnnnn hvað ég skemmti mér vel :)
Verð að fá myndir frá öllum sem voru með myndavélar svo ég geti sett þær inn á Barnaland ;) Jááá ég á sko eftir að lifa á þessum degi leeeeeeengi.
***
Nú svo er ítalarnir hér þannig að ég er bara að túlka allan daginn og sýna þeim fallega landið okkar. Fórum gullna hringinn í dag og þau voru stórhrifin af Gullfossi og Geysi. Á sardegnu er ekkert vatn og engin orka í jörðinni og því finnst þeim allt þetta alveg geggjað hreint. Kallinn hefur einu sinni áður séð foss og það var einhversstaðar á Norður Ítalíu þegar hann var ungur. Já svona erum við heppin að geta verið sjálfum okkur nóg í þessum efnum.
***
Jæja þarf að vakna í fyrramálið með morgunmat og ítölskuna klára
Takk allir sem eyddu brúðkaupsdeginum með okkur og takk fyrir allar fallegu gjafinar, vááá við þurfum stærra hús undir þetta allt. Takktakktakk. og takk allir sem voru með okkur í anda :) Veit það voru nokkrir :)
Ciao
Frú Halldóra

5 Comments:

At 11:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra að allir voru glaðir, ég var allavega hæstánægð, þetta heppnaðist svo vel hjá ykkur. Og mjög skemmtileg veislan og lagið þitt ekki síðra ;)

Þarf að kíkja á þið við tækifæri og skoða gjafirnar þínar ;)

Kv Kristín.

 
At 9:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Úff sástu hvað ég skrifaði!!!!! Gjafirnar þínar!!! :/ Meinti sko gjafirnar YKKAR...fyrirgefðu Ásgeir minn...kallarnir eiga það til að gleymast greyin! ;)

Kv Kristín.

 
At 10:11 e.h., Blogger Halldóra said...

heyyyy ég en eru þetta ekki BRÚÐARGJAFIR??? Ekki brúðgumagjafir!! Þannig að þú þarft engar áhyggjur að hafa :)

 
At 11:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oooo...hvað ég er döpur að hafa misst af þessum stórmerkilega degi í lífi þínu Halldóra mín. Æðislegt hjá Ólafi að sjá um skemmtiatriðin í kirkjunni, vildi óska að ég hefði verið á staðnum og fengið þetta beint í æð með ykkur.
Ég er búin að hringja nokkrum sinnum í þig dúllan mín en þú ert aldrey heima, ég fer bara að hringja í gemsann þinn.
Ég hlakka svo til að sjá myndir, svo þið sem tókuð myndir, sendið þær til Halldóru sem fyrst.
Knús, Kristrún

 
At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

sæl Halldóra mín
Innilega til hamingju með brúðkaupið..ekkert smá flottar myndirnar af ykkur öllum á heimasíðunni hans Ólafs.
knús og kossar
Halla og fjölsk.

 

Skrifa ummæli

<< Home