miðvikudagur, október 25, 2006

Many times I've been alone and many times I've cried

Þá er komið að færslu dagsins. Eitthvað var fátt um viðbrögð við síðustu færslu og hef ég öruggar heimildir fyrir því að prumpu brandarar mínir eru ekki að slá í gegn! (Sorry Kristín).
***
Snúum okkur þá að alvarlegri málefnum. Góð vinur minn Paul McCartney á í mikilli baráttu þessa dagana. Tí*** hún Heather er að reyna að ganga frá gamla manninum og á hún EKKI miklar þakkir skyldar fyrir það. Þeir sem þekkja Paul vita auðvitað hið sanna en ég vil bara kristna ykkur líka og trúa engu sem kemur úr munni hennar. Ég er með fólk í vinnu hjá mér við að afla heimilda um málið og þetta hér var unnið fyrir mig. Kall greyið er að visna upp en það er sko eins gott að fara vel með sig því eitt af því sem ég á eftir að gera áður en ég dey jahh eða áður en hann deyr er að fara á tónleika með kappanum.
***
Ég hef nú ekki farið á marga "alvöru" tónleika í gegnum tíðina. Þó sá ég Blur hér í denn og svo fór ég á The Shadows sem var hrein snilld. Svo í gær í Morgunblaðinu sá ég góðar fréttir. Drottningin Dolly er að fara að túra um norðanverða Evrópu :) Auðvitað mun ég fara, ekki spurning. Hef fengið nokkur góð viðbrögð og fólk vill endilega slást í för með mér. Kannski að við þurfum að leigja vél undir allt liðið (tilgreini ekki hversu stóra vél). En þeir sem verða að sjá Dolly áður en hún deyr eða við eru beðnir að kommenta hér fyrir neðan.
***
Át hrefnukjöt í vinnunni í gær. Það var hrátt og bragðaðist vel. Hef ekki myndað mér skoðun á Hvalveiðum íslendinga en eitt er víst að kjötið sem ég fékk í gær var gott, (Sorry Paul!!). En fræðingar segja að stofnin sé ekki í útrýmingarhættu og óhætt að veiða 200 dýr án þess að skaða stofnin þannig að 9 dýr segja varla mikið. Held að hvalir séu ekkert heilagari dýr en beljur nema síður sé, jahh eða svín eða hestar eða hvað þetta er nú sem við étum án nokkurar samvisku. Talandi um mat og kjöt...ég er farin í hádegismat og ætla á Maður lifandi.
***

4 Comments:

At 4:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst prump-brandarinn findinn!!
Og Halldóra mín, það verður sko vöfflu stafli á boðstólnum þegar þú kemur að heimsækja mig.

Þetta er nú ljóta vesenið með Paul greyið. Eins og er sungið svo skemmtilega og er bara sennilega heilmikið til í: If you want to be happy for the rest of your life, never make a pretty woman your wife.....
Stórt knús og koss, Kristrún

 
At 2:21 e.h., Blogger Halldóra said...

ójá mikið til í því...
En við erum nú svo hrikalega sætar...ætli kallarnir okkar verði ekki hamingjusamir til æviloka?? En við erum náttúrulega líka bara svo skemmtilegar...það er ekki algengt að vera sætur og skemmtilgur...við greinilega heppnar :)

 
At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh ég var að vonast eftir fleiri prumpubröndurum og ég held þú eigir þá marga til vinan mín ;)

 
At 3:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æææ gleymdi....Kv Kristín.

P.S Þú vissir samt líklega alveg hver var að sækjast eftir þessum bröndurum ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home