Ég negli og saga og smíða mér bát...
Ég virðist bara skrifa orðið einu sinni í viku. Það er nú samt ágætt...mikið af fólki sem skrifar mun sjaldnar, þannig að ég er mjög sátt við mig og mín slitróttu skrif!!
***
Helgin var fín...ekkert þunglyndi þessa helgina! Stundum dettur maður bara úr stuði og það er líka allt í lagi því þá veit maður hvað er að vera glaður :) Ekki satt?? Fór á sýninguna Konan í Laugardalshöll ásmat Lilju systur minni. Sýningin var ágæt, kom út með fulla tösku af bæklingum og 1200 kalli fátækari, en kærkomið frí að skjótast svona út ein, þ.e.a.s. engin kall og ekkert barn :)
***
Lenti í fyndnu atviki í stigaganginum hjá mér. Nágranni minn sem er ný fluttur inn og ég hef aldrei séð áður stoppaði mig og byrjaði að kjafta og kjafta...hann sagðist vera að fara til útlanda, hafi ekki farið svo lengi til útlandi og væri svo spenntur og blablablabla. Það fyndan var að allur farangurinn hans var eitt stk nærbuxur sem hann hélt á upprúllaðar í hendinni. Kannski ætlaði greyið strákurinn að kaupa sér föt úti en var bara svo spenntur að hann varð að hafa með sér auka brækur uppá völl ef ske kynni að prumpið væri í fljótandi formi...nei maður veit ekki!! En mér fannst þetta ferlega fyndið!
***
Fréttir af eldhúsinu eru þær að enn eru 2 vikur í það :( Ég er ekkert smá svekt. Var að vona að ég gæti eldað mat um þessa helgi...en neinei 1944 og annað rusl verður að vera á boðstólnum 2 vikur í viðbót. Ég verð nú samt að segja að ég er búin að vera mjög dugleg að fara á Grænn kostur og Maður lifandi. Finnst bara McDonalds og annað ekkert spennó lengur, ógeðslega rotinn matur eitthvað. Svo er það annað, ég er búin að kaupa safapressu og nú er hægt að fá nýpressaðan ávaxtasafa hjá mér, engin aukaefni og bara nammi gott :) Já maður er sko orðin svaka flottur að passa uppá matinn sem maður lætur ofaní sig.
***
Fólk vill fara að sjá myndir á Barnalandinu af húsinu og mun ég henda þeim inn í kvöld...ég lofa ég geri það :) Málið er bara að tölvan okkar er í einhverju fokki en ég get reddað því.
***
Jæja...hef örugglega frá miklu meira að segja en kannski maður dreyfi fréttunum út vikuna svo ég geti skrifað oftar! Er það ekki fínt?
Jæja ég kveð að sinni með sól í hjarta og söng á vörum (OMG lélegur endir).
HH
Jæja ég kveð að sinni með sól í hjarta og söng á vörum (OMG lélegur endir).
HH
1 Comments:
"Ef ske kynni að prumpið væri í fljótandi formi..." Fyrirgefðu en..BWAHAHAHAHHA....
Ég með minn leikskóla prumpu húmor búin að grenja úr hlátri!! Fleiri prumpubrandara takk!!
Kv Kristín stödd á Ísó.
Skrifa ummæli
<< Home