mánudagur, október 09, 2006

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag...

Hann á afmæli hann John, hann á afmæli í dag.
Jájá blessaður John Lennon á afmæli í dag. Yoko er stödd hér á landi til að skoða Viðey og hugsanlegan stað fyrir friðarsúluna sem hún hyggst reisa hér á landi. Falleg hugsun.
***
Ég á nú helling af góðum minningum um þennan dag 9. október. Margt gerst hjá mér á þessum degi í gegnum árin, þó ekkert Bítlatengt eða neitt þannig. En ég ætla nú ekkert að vera að rifja það neitt upp hér.
***
Bloggið sem ég ætlaði að skrifa um að vera maður sjálfur og það allt varð leiðinlegt, þannig að ég byrti það ekki, það var líka alltof persónulegt og ekki hæft á veraldarvefnum. Þið verðið bara að bíða spennt eftir bókinni!!!
***
Ég er flutt aftur heim til mín og Ásgeir og Ólafur auðvitað líka! Það er orðið geggjað flott og núna bíðum við spennt eftir eldhúsinu. Enn um 2 vikur í það. Tókum vel til í draslinu okkar í gær, hentum og sorteruðum. Núna er bara fínt og hreint og gaman að vera þarna, eins og alltaf.
***
Jammog jæja, hvað get ég sagt ykkur meira? Jáá það var vinnudjamm á föstudaginn. Púfff það var nú bara fínt. Ég sýndi mínar bestu hliðar, söng, dansaði, spilaði já og spilaði líka fótbolta! Fólk varð bara hissa hvað smíðakennarinn var nú skemmtilegur, ég er nefninlega alltaf svo rólega í vinnunni ;)
***
Dóradjamm kveður að sinni.

1 Comments:

At 1:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hlakka til að sjá hjá þér :)

Get rétt ýmindað mér hvernig þú varst á vinnudjamminu hehe :)

Kv Kristín.

 

Skrifa ummæli

<< Home