Oh! Darling
Góðan dag kæru lesendur til sjávar og sveita.
***
Þá er 1.nóv kominn og styttist því óðum til jóla. Ég er búin að kaupa 2 jólagjafir, ætla að vera tímanlega í ár svo ég geti notið aðventunnar, bakað og haft kósý heima. Önnur jöfin sem ég keypti er ég búin að opna og nota og ætla því ekki að gefa hana!! Æjjjj mig langaði bara svo í hana. En já nóg um jólin. Ég er ekki komin í neinn jólaham og ætla því ekki að eyða púðri í það núna.***
Ég er búin að kaupa mér miða á Dolly Parton í Manchester á næsta ára :) Jiiii hvað ég hlakka til. Það fer að verða síðast séns fyrir mig að sjá "ædolin" mín á sviði því þetta er allt orðið svo hund gamallt. Svo er ég búin að gefa það út að ef Paul fer að fara í túr þá fer ég, þó svo að það væri Asíu túr þá mæti ég ;)
***
Tatarararraaa eldhúsið kemur líklega til okkar á morgun :) þá verður því hennt upp. Tek myndir til að sýna ykkur sem ekki komast svo auðveldlega til mín í heimsókn já og líka fyrir ykkur hin sem komið samt aldrei ;)
***
Var heima í gær með Ólaf veikan heima. Ekki gaman, hann gubbaði alla nóttina og var slappur. En þetta gekk yfir á sólahring og mættum við til vinnu og leikskóla í morgun.
***
Hef frá engu að segja og kveð því að sinni.
HH
4 Comments:
Ohh ég er í þessum pakka núna með ælupestina ;(
Frábært hjá þér að ætla að skella þér út og sjá hana Dolly þína :)
Og já ég tók þetta til mín að ég kæmi aldrei í heimsókn...ætla að fara að bæta úr því og koma og sjá nýja fína eldhúsið þitt :)
Kv Kristín
Gott hjá þér að skella þér út að sjá Dolly. Fer einhver með þér, tildæmis Ásgeir??
Hey og "hvað" var svo þessi jólagjöf sem þú ætlaðir að gefa en ert svo byrjuð að nota??
Sakna þín helling dúllan mín.
Knús, Kristrún
Kalli fer með mér á tónleikana. Ásgeir þurfti meiri tíma í andlegan undirbúning!! Kannski að hann komi samt út.
Híhíhí já ég keypti geisladisk og ákvað að hlusta sjálf á hann :O)
Mikið hlakka ég til! Skil samt ekkert í Ásgeiri að höndla ekki Dolly. Spurning hvort þessi kappi verði á svæðinu:
http://www.dollyon-line.com/photos/061804_0024.shtml
Vona nú ekki - satt að segja!
Skrifa ummæli
<< Home