föstudagur, desember 01, 2006

I'm looking through you

Já það er löngu kominn tími á að krakkagarmurinn skrifi eini færslu eða svo.
Var að koma heim af John Lennon og Sinfó. Verð eiginlega að bíða með að kommenta um tónleikana, þarf smá tíma til að melta þá. Get þó sagt að mikið ofsalega er Eivör Pálsdóttir góð söngkona. Hef heyrt nokkur Bítlalög sungin af konu og það er alveg hreint magnað. Hún var stjarnan. Einn söngvari þarna sem ég hreinlega höndla ekki og mikið....æjjjá kem seinna með gagnrýni um þetta allt. eins og áður sagði þá þarf ég tíma til að melta.
***
Ég er búin að baka tvær sortir :) Hálfmána og súkkulaðibitakökur, mmm, ekkert smá gott. Verið velkomin í kaffi. Ætla ekki að geyma kökurnar framað jólum þeirra á að njóta á aðventunni. Er að hugsa um að skreyta líka um helgina...jájájá gellan í stuði bara. Hummm sjáum allavega hvað gerist!
***
Hvað er málið með að fá bara 3 komment? Já nú vil ég að allir, þá meina ég ALLIR sem reka inn nefið skilji eftir sig smá skilboð, þó það sé ekki nema bara eitt skítt "hæ". Ég bið ekki um meira. Bara svona til að athuga hvort það séu bara 3 sem kíki hér eða hvort það sé kannski fleiri.
***
Kannski að ég verði búin að melta tónleikana seinnipartin á morgun og verð með svaka spennandi pistil næst þegar þið rekið inn nefið. jahhh það er að segja ef einhver er að kíkja.

9 Comments:

At 10:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ !!! ;)

Dugleg að vera byrjuð að baka...stefni á næstu viku að koma í kaffi til þín...Andrea ætti að fara að hressast!

En er þetta ekki ON með kvöldið mín kæra ??

Kv Kristín

 
At 6:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

 
At 10:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kem í jólasmákökunar við fyrsta tækifæri.
Love you, Lilja

 
At 3:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jeyyy... fjórða kvittið, sko það eru sko fleiri en þrír að kíkja.

Svakaleg húsmóðir ertu, búin að baka tvær sortir. Þú verður að borða eina af hvorri sort fyrir mig.
Við James fórum í smá verslunarleiðangur í dag og keyptum jólaseríu á þakskeggið á húsinu svo vonandi verður orðið jólalegt hjá okkur á morgun.

Knús og koss, Kristrún

 
At 9:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hellú!!! og takk fyrir djammið í gær :o) alveg úber dúber gaman hjá okkur!! endurtökum þetta síðar ;o)já og ég bæti þessari síðu á blogg rúntinn minn!

 
At 9:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hææææææææææææææææ
kv. Guðlaug Rós

 
At 1:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ litla mín...

Er alltaf að kíkja hérna inn...nenni bara ekki alltaf segja einhverja vitleystu þannig að betra er bara að sleppa því...en fyrst þú endilega vilt þá lofa ég að kvitta alltaf héðan í frá!!

Dugleg ertu að baka svona....hvernig væri að baka eitthvað fyrir okkur stóru systur...komum þá pottþétt í kaffi til þín fyrst þú ert á annað borð að bjóða upp á þetta...og hvort sem þér líkar það betur eða verr að þá komum við örugglega með krakkagríslingana líka...hehehe....bara svona til að rifja upp stemninguna frá vinnudeginum þínum...;-)

Love U
Sigga

 
At 3:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló,

Vinsamlegast sendu eitthvað af bakstrinum í Miðholtið. Ég er einhleypur karlmaður á fertugsaldri og get mér enga björg veitt í eldhúsinu :)


Kveðja,
Ögmundur

 
At 10:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ætlaði að koma í kaffi til þín á sunnudaginn. Þið hjónakornin ókuð næstum yfir mig (er ekki að ýkja) og þóttust auðvitað ekkert taka eftir mér. Mæti ekki aftur óboðin í heimsókn :-( Held þú viljir bara maula þessar kökudruslur þínar í einrúmi.
Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home