og varð að klessu ojbara...
Hef ekki bloggað lengi, hef ekkert að segja og hef ekkert gert. Ætla samt að reyna að kreista eitthvað útúr mér.
***
Vikan hefur verið hell. Ég veit ekki hvað það er en þetta var eitthvað hrykalega erfið vika. Ef ég hef einhverntíman verið nálægt því að grenja eftir vinnu þá var það á fimmtudag þegar %&$(//$ omarnir kreistu úr mér síðustu orkutropana. Í dag er sunnudagur og þó ég hafi sofið vel alla helgina er ég samt sem áður úrvinda. Það hlýtur að vera einhvernvegin svona tilfinning að láta valta yfir sig á valtara!
***
Í dag sunnudag eyddi ég öllum deginum í eldhúsinu. Bakaði ljómandi bananatertu og beið eftir að einhver myndi banka uppá og vilja kaffi. Það eru allir hættir að banka uppá...maður þarf að hringja í fólk og segja því að koma...ég gerði það ekki og át kökuna sjálf og Ólafur hjálpaði mér. Ásgeir var ekki heima og því fékk hann enga köku! Þegar ég var búin að baka og borða kökuna og vaska upp var komið að því að setja lærið í ofninn. Já það var sko ekta sunnudagasteik á þessum bæ. Læri og brún sósa úr soðinu. Mmmm...
***
Fór reyndar um hádegi með Ólaf oní bæ að gefa öndunum. Þær voru svangar og réðust hreinlega á okkur en það var gaman engu að síður.
***
Jæja...klukkan er tíu og ég svaf bara 12 tíma í nótt og er því orðin þreytt.
Góða nótt.
3 Comments:
Það er svo leiðinlegt þegar maður á svona ömurlega viku! Er viss um að næsta vika verði betri ;) Og laugardagskvöldið ó boy ó boy þá verður sko gaman hjá okkur....cosmo politan mmmmmm ;)
Knús,
Kristín.
Ekki gaman að díla við annara manna orma.. hvað þá 20-30 stikki, ekki öfunda ég þig.
En hvað kökuna varðar, þá er ég viss um að ef ég hefði verið á landinu þá hefði ég sko þefað hana uppi. Get ekki beðið þangað til ég get farið að rölta í kaffi til þín aftur.
Svakaleg saknaðarkveðja, Kristrún
Bloggaðu nú oftar krakkagarmur
Skrifa ummæli
<< Home