laugardagur, desember 30, 2006

Hún á afmæli í dag!

Dagur 3
Jæja þá er stærsti dagur ársins runninn upp. Jebb afmælið mitt. Ég er rosalega mikið afmælisbarn og finnst þetta einn af skemmtilegustu dögum á árinu. Held nánast alltaf uppá það og auðvitað er dagurinn í dag engin undantekning. Ætla bara að hafa svona smá létta rétti fyrir fjölskyldu og vini.
***
Ég er búin að fá eina afmælisgjöf og var hún frá strákunum mínum. Þeir gáfu mér mjög fallegt armband og þakka ég kærlega fyrir það ;). Annars fannst mér það allra besta að fá að sofa út. Já það þarf orðið lítið til að gleðja mann og þið sem getið sofið út þegar ykkur hentar þá segi ég njótið vel. Ég fór í sturtu í morgun og náði ekki einu sinni að raka á mér báða fótleggi!! Já maður þarf að taka svona lagað í skorpum, þegar tveir strákar eru alltaf hangandi á hurðinni hjá mér.
***
Þegar ég lagðist á koddann eftir skemmtilegt kvöld á kaffihúsi með Kalla, þá þaut í gegnum hugan allt það sem ég ætlaði að blogga í dag. Auðvitað er ég búin að gleyma meira en helming af því. En það var eitthvað í sambandi við flugelda og Ásgeir ;) Jájá við áttum skemmtilegtt "spjall" rétt í svefnrofunum. En stundum kemur bara ekki það sem maður ætlaði að skrifa um, heppinn ertu í dag Ásgeir minn!!
***
Hvað var þú meira sem ég ætlaði að segja ykkur?? Hummm... Já nei þar er það bara upp talið að ég held. Þessi tölvudrusla er alveg að skíta á sig...hún er svo hrykalega lengi að opna sig og opna öll forrit að ég bara er ekki að nenna þessu...hún er meira segja bara enn að gera stjörnurnar sem eru hér fyrir ofan! Þar sem mér var gerður ljótur grikkur um daginn setti ég í hana svaka vírusvörn , kannksi er það það sem er að? Hver veit?
***
Jæja ...barnið mitt er að fríka út og ég líka! Svo er ég að fara að kaupa inn fyrir afmælið :)
Heyrumst á morgun.

4 Comments:

At 12:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn !!!!!!!!!!
(",)

 
At 4:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halldóra á afmælí dag...Halldóra á afmælí dag...Halldóra á afmælídag...Halldóra á afmælídag... Nanana..nannananana...

Til Hamingju með afmælið dúllan mín, þú kanski borðar nokkra bita af léttum rétt fyrir mig.

Rembingskoss, Kristrún

 
At 8:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn "gamla" ætti kannski ekkert að hafa gamla í gæsalöppum.. við erum orðnar ansi gamlar!! Vonandi er dagurinn búinn að vera fínn hjá þér og leitt að hafa ekki komist til þín en ég var að koma heim núna eftir maraþon dag og enn á eftir að baða krakkann,svæfa,þrífa fyrir veisluna á morgun og og og og...hehe ;)

En stend við áramótarheitið mitt að koma til þín í heimsókn á nýju ári ;)

Afmælisknús og kram,

Kristín.

 
At 9:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn dúllan mín og takk fyrir okkur. Þær voru ljúfar veitingarnar hjá þér (Ásgeiri) að vanda. Njóttu þess sem eftir lifir dagsins. Afmæliskveðja frá stóru systur.

 

Skrifa ummæli

<< Home