föstudagur, desember 29, 2006

Svo ung og fríð.

Dagur 2
Góðan daginn.
***
Nú er klukkan ekki orðin 11 að morgni en samt er ég mætt og byrjuð að blogga! Þetta er aðeins annar dagurinn og ég sé fram á erfiða áskorun. En eins og ég hef áður sagt þá tek ég bara þátt ef ég veit að ég eigi möguleika á að vinna. Minnir að ég hafi malað Netverjann síðast, þá gafst hann upp. Þannig að nú verður spennandi að sjá hvað verður!
***
Gaman að sjá hvað margir hafa trú á mér í könnuninni. Eins og staðan var áðan voru 50% sem vissu ekki að ég gæti gert svona en fannst það sniðugt samt. Ég kannski lít út fyrir að vera ljóska og haga mér kannksi stundum þannig en boyóboy ég er sko fluggáfuð og veit lengra en nef mitt nær og er það nú ekki í minni kantinum get ég sagt ykkur!
***
Dreymdi skemmtilegan draum í nótt. Var í Víkinni hjá ömmu í kjallaranum og Kristrún var hjá mér. Mér hafði verið gefið alveg svakalega mikið af efnisströngum og var að spá í að fara að sauma mér náttföt. Sá að saumavélin hennar mömmu var í einu horninu og Kristrún var að hjálpa mér að velja efnið! Svo var ég spilandi á munnhörpu og ný búin að baka kanelsnúða sem ég gaf alla til Kristrúnar :) Ekki slæmt...þið draumaspekúlantar, hvað táknar þetta nú allt?
***
Eitthvað held ég að veðrið sé á röngum stað í tilverunni, það er haustveður úti (rok og rigning) og 8 stiga hiti. Það er hávetur!! Hvar er snjórinn? Ég er meira til í snjó en þetta votviðri, það er nóg af því á vorin, sumrin og haustin. Vil fá smá tilbreytingu í þetta. Annars er daginn farið að lengja um eitt hænufet og með hækkandi sól byrtir í sálum vorum!
***
Jæja held ég sé farin að bulla og ekki er ætlunin að vera með bull í þennan mánuð, heldur verður þetta fróðlegt og uppbyggjandi færslur. Jahhh eða daprar og bitrar. Fer allt eftir skapi mínu.
***
HH 26 ára kveður í síðasta sinn svo ung!

2 Comments:

At 11:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að geta lesið nýtt blogg á hverjum degi :)

Skemmtilegur draumur...því miður veit ég ekkert hvað hann táknar.

Er sammála þér með þetta "haustveður" er orðin hundleið á því...vil fá snjóinn...þetta er kannski svona ríkt í okkur Vestfirðingunum.

Bið að heilsa þér í bili og gott að vita að málið sé upplýst með bloggstuldinn ;)

Kv Kristín

 
At 4:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú stendur þig vel Halldóra mín og ég set hiklaust öll eggin mín í þína körfu ;) (Náðir þú þessu? Ég sem sagt trúi að þú vinnir ;) (Notaði þetta kanski ekki rétt)

Mér hlýnar alveg um hjartarætur yfir að þú skyldir dreyma mig með þér í Víkina og gefa mér svo alla kanilsnúðana, þér hlýtur að þykja voða vænt um mig eins og mér um þig. Svo hefurðu fundið á þér að ég kynni að sauma náttföt því ég gerði það einmitt í handmennt í 9.bekk :)

Þetta með veðrið, þá ættir þú að koma hingað, það voru gellur í bikiníi á ströndinni í dag. Mér var nú alls ekki svo hlýtt, en það var alveg fínasta íslenskt umarveður í dag. !!!Nanananana!!! Ekki alveg það sem maður er vanur um áramótin.

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home