fimmtudagur, janúar 04, 2007

lot of shaking going on

qmccuGóðan dag.
***
Ég hef ákveðið að blogga áður en ég fer heim úr vinnunni, því á kvöldin er hausinn svo tómur að það nær engri átt. Núna er ég þó aðeins meira vakandi enda búin að vera að kenna í allan dag.
***
Ég finn strax eftir annann daginn minn í vinnunni hvernig loftið í stofunni hefur slæm áhrif á mig. Ég er farin að hósta og fá þetta fína ryk í augu, nef og munn. Trúið mér að MDF "viður" er mjög óhollur og í raun skaðlegur heilsu ef ekki er réttur blástur frá vélum. Það er nú þannig hjá mér að það er ENGINN blástur frá vélum og því fer þetta beina í lungun á mér. Vinnueftirlitið er marg búið að koma og segja að þetta sé það sem þurfi að gera tafarlaust... Ég er farin að leggja nýjan skilning í orð eins og strax, tafarlaust og bráðum. Búin að heyra þau síðan ég byrjaði hér og ekkert að gerast!
***
Hvað meira get ég bullað? Ahhh er að gleyma einu sem ég þarf að gera fyrir morgun daginn...vinnutengt og því verð ég að þjóta.
Shittt ætli þetta nái 150 orðum?? vona það !
***
Ég bið ykkur vel að lifa, heyrumst á morgun og þá skal ég sko hafa eitthvað meira að segja og jafnvel eitthvað krassandi.
HH

4 Comments:

At 2:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður bara að fara að láta heyrast hærra í þér við skólastjórann varðandi þessa mengun þarna hjá þér í smíðastofunni.....hvernig er það, er ekki nýr stjóri....eða var það bara aðst.sk.stj. sem tók við? En þetta nær ekki nokkurri átt....hundruðir nemenda og kennara eru greinilega í stórhættu og eiga eflaust eftir að fá lungnakrabba og einhvern djö..þegar fram líða stundir... Nú er um að gera að stappa niður fótum og krefjast úrbóta TAFARLAUST og ekki seinna en í gær....

Hafðu það annars gott dúllan mín :)
SH

 
At 6:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú verður bara að fara í verkfall, leggja niður störf þar til þeir gera eitthvað í málunum.

Knús, Kristrún

 
At 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sammála fyrri ræðumönnum....þú lætur ekki bjóða þér upp á svona vinnuaðstæður...alveg út í hött!!
Þetta er spurning um þína heilsu og barnanna...blessuð góða bjóddu skólastjóranum að leysa þig af í nokkra daga.

Knús,

Kristín sem er að fara vestur á morgun...ligga ligga lái!

 
At 4:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Glæsilegt að sjá ykkur netverjann dæla út bloggum á hverjum degi, jafnvel þó þau séu ekki skrifað um mikla og markverða hluti :)

Hvað varð annars um linkinn á síðuna hjá Lilju sytur þinni? Ertu búinn að setja hann inn?

 

Skrifa ummæli

<< Home