sunnudagur, desember 31, 2006

Dátt þá álfar syngja.

Stundum kemur andinn ekki yfir mann. Ég er ekki í neinu blogg stuði og hef ekkert að segja!
Hef ákveðið að byrta á morgun nýársdag uppgjör ársins 2006, ekki fjárhagslega heldur persónulega, þó hitt sé öruggælega meira krassandi.
***
Elsku besta Kristrún og auðvitað James líka. Innilega til hamingju með daginn :) Vá að það sé virkilega komið ár síðan þið giftuð ykkur. Finnst það hafa verið í gær en samt finnst mér eins og þú sért búin að vera roooosalega lengi úti. Vona að þið eigið ánægjulegan dag. Mjög gaman að heyra í þér í gær eins og alltaf. Spjöllum betur síðar ;)
***
Klukkan er 16:00 og það eru tveir tímar í svaka partý hjá systur minni Siggu. Þar verða samankomnir um 20 einstaklingar og von á mikilli flugeldasýningu og miklu áta :) Ásgeir er að hafa áhyggjur af því að ég sé ekkert farin að hafa mig til og ekki barnið heldur og bara sé að hanga í tölvunni. Hélt hann væri farinn að vita það eftir tæpa 6 ára sambúð að það tekur mig rétt um fimm mínútur að gera mig svo sæta og fína og tvær mínútur að hoppa í sturtu :)
***
Jæja kæru lesendur. Vil ég óska ykkur öllum ánægju og gleði á þessum síðasta degi ársins. Hafið það gott í kvöld sem og öll önnur kvöld og daga.
***
Þangað til á morgun, góðar stundir.

2 Comments:

At 8:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kærar þakkir fyrir kveðjuna dúllan mín.
Já það er ótrúlegt að liðið sé heilt ár, ég vona bara að næstu ár verði svona fljót að líða líka svo ég verði komin "heim" áður en ég veit af. Maður lærir sko að meta vini og ættingja alveg uppá nýtt þegar maður er í einangrun svona langt í burtu.
Takk fyrir spjallið í gær og fyrirgefðu að ég skyldi taka þig frá gestunum (fyrirgefðu Guðlaug Rós.
Góða skemmtun í kvöld og njótið þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.
Knús, Kristrún
P.s.
Taktu eftir Dóra frænda í Skaupinu í kvöld.

 
At 4:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár Halldóra mín :) Vonandi var kvöldið gott hjá ykkur ;)

Elsku Kristrún innilega til hamingju með brúðkaupsafmælið ;)

Bestu kveðjur,

Kristín.

 

Skrifa ummæli

<< Home