mánudagur, janúar 01, 2007

Nú árið er liðið í aldanna skaut...

Gleðilegt ár allir saman. Vona að árið 2006 hafi leikið vel við ykkur. Það gerði það við mig og ætla ég að reyna að telja upp það merkilegasta og eftirminnilegasta sem gerðist hjá mér. Það er ekki í neinni ákveðinni tímaröð því minni minn er ekki gott!!
***
Það sem auðvitað ber hæst er brúðkaup aldarinnar, þegar ég, undirrituð gekk að eiga unnusta minn. Húllumhæið var mikið og skemmtu allir að ég held sér konunglega, a.m.k gerð ég það ;) Við það tilefni kom fjölskylda mín frá Sardegnu og eyddi með okkur 10 frábærum dögum. Eilífðar þakkir til þeirra fyrir það.
***
Já árið einkenndist af miklum veislum og í júní varð hann faðir minn 60 ára og var auðvitað mikil veisla haldin. Svo varð mágur minn fertugur og var haldið í sveitasæluna og þar var sleginn upp ekta sveitaveisla og mikil gleði. Afmælin urði fleiri á árinu og varð Kalli líka árinu eldri en hann var. Það var haldin mikil "surprise" veisla og skemmti fólk sér konunglega. Svo var djammað nokkrum sinnum svona eins og í gamla daga bara með því að fara í bæinn og skemmta sér.
***
Ein utanlandsferð var farin í sumar og var hún bráðskemmtileg enda með skemmtilegu fólk, þ.e. systur mínar og móðir. Já við skelltum okkur til Manchester og þræddum búðir, kaffihús og fleiri búðir. Ekki urðu utanlandsferðirnar fleiri á árinu 2006 en ég ætla nú heldur betur að toppa það á þessu ári og er þegar búin að bóka ferð til Manchester með ektamanni mínum og Kalla, hummm er þetta brúðkeupsferðin Ásgeir??? ;)
Svo er stefnan sett á Sardegnu í maí og hver veit hvað fleira býðst.
***
Ég byrjaði síðasta ár í nýrri vinnu og hyggst klára hana út vorið. Þá taka við spennandi tímar.
Hvað meira var gert? Fór helling á kaffihús með góðum vinum og verður ekkert slegið slöku við í þeim efnum vona ég.
***
Góð vinkona mín Kristrún, flutt af landi brott snemma árs og sakna ég hennar helling.
***
Þetta er svona það helsta sem ég man eftir í augnablikunu. Þið verðið að fyrirgefa ef ég er að gleyma einhverju stóru, en þá er það ekkert persónulegt ég er bara farinn að gleyma!
***
Jæja látum þetta gott heita í dag.
Hef fulla trú á því að þetta ár eigi eftir að verða enn viðburðaríkara og einkennast mikilli gleði.
Takk fyrir gott ár kæru vinir og vandamenn.

6 Comments:

At 5:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár. Gaman að lessa annálinn. Það er örugglega fullt sem þú ert að gleyma en þá bara skellir þú því inn um leið og minningarnar koma fram. Eigðu hamingjuríkt gæfuár framundan knús, knús, Lilja

 
At 5:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sorrý enign lessa hér ég meinti auðvitað LESA :-)

 
At 9:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár skvísa ;)

Gaman að LESA (hehe) annálinn...já búðkaupið ykkar var svo sannalega skemmtilegt svo skemmtilegt að Kalli og Guðlaug þurftu að fara út að viðra mig hehe ;)

Svo voru öll djömmin með þér á árinu bráðskemmtileg og ekki má gleyma gæsaveislunni hún var æðisleg ;)

Knús,
Kristín sem ætlar að koma í vikunni í heimsókn.

 
At 12:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var skemmtilegur pistill. Já, þetta var viðburðarríkt ár og eins og þú segir á mínu bloggi um mitt ár: þá var gaman að taka þátt í því með þér.

En hérna... er ekki vinátta okkar orðin svoldið mikið náin ef ég er að koma með ykkur hjónunum í brúðkaupsferð?

 
At 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár dúllan mín...var reyndar búin að óska þér gleðilegs árs á sínum tíma...þ.e. rétt eftir miðnætti á gamlárskvöld en....góð vísa er aldrei of oft kveðin!!

Góður annáll...sérstaklega þarna með brúðkaupið og Manchester...var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga hlutdeild með þér í þessum merku viðburðum lífs þíns á síðasta ári.

Megir þú eiga farsælt og gæfuríkt ár framundan, hlakka mikið til að eiga með þér góðar stundir á nýju ári...hver veit nema fleiri utanlandsferðir séu á döfinni!!

Love U
Sigga

 
At 6:07 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár.

Gaman að fá svona úrdrátt yfir árið 2006 hjá þér. Ég mun ætíð sakna þess að hafa ekki verið viðstödd í brúðkaupinu ykkar.

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home