þriðjudagur, janúar 02, 2007

I´m only sleeping

Það er víst komið að því að blogga í dag. Úfff ég var næstum sofnuð uppí rúmi áðan meðan ég las Barbapabba fyrir soninn. Því er ég núna algerlega andlaus.
***
Á morgun er sælunni lokið og hefst vinna að nýju. Ég er ekkert að nenna því enda búin að hafa það rosalega gott í jólafríinu. En það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.
***
Jahérna ef þetta verður ekki blogg bara til að blogga þá hreinlega veit ég ekki hvað. Maður reynir að kreista orðin uppúr sér og á skjáinn.
***
Já meðan ég man, þá hefur Lilja systir mín tekið upp á því að nýju að byrja að blogga og má finna bloggið hennar hér. Þar sem ég var ekki með myndavél á gamlárskvöld er hægt að kíkja á myndir á síðunni hennar Lilju og er myndasíðan hér.
***
Jæja ég held að ég fari bara aftur að sofa...er ekkert gagn að gera hér fyrir framan tölvuna.
Góða nótt.

2 Comments:

At 9:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flottar myndir :)

 
At 5:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hm, hm ég byrjuð að blogga og þú skellir inn krækju á það.Þú ert köld. Hélt að ég hefði nægan tíma í blogg og annað dúll eftir að ég hætti að kenna en Guð hjálpi mér ef nýja vinnan verður eins og fyrstu tveir dagarnir þá verður EKKERT bloggað í nánustu framtíð. Annars er fínt að vinna með honum Ásgeiri þínum hann er ótrúlega kraftmikill (eins og sonurinn :) ) Hafðu það gott í Laugarnesinu fram á vor. Sé þig fljótt. Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home