laugardagur, janúar 06, 2007

Stórir komu skarar af álfum var þar nóg...

Jæja, það má ekki gleyma því að blogga í dag!
***
Fórum á brennu í dag sem var reyndar ekki brenna heldur bara blysför og svo flugeldasýning. Ég salkna þess svolítið að hafa ekki svona alvöru brennur þar sem kongur og drottning eru borin inn í hásætum og álfar dansa kringum eld og þar fyrir utan skottast skrattar, jólasveinar og aðrar furðuverur. Já þannig var það í minni sveit og fannst mér það alltaf hin besta skemmtun.
***
Það er laugardagskvöld og hvað haldið þið að sé í sjónvarpinu??? Jebb endursýning á ÖMURLEGASTA áramótaksaupi ever. Hef ekkert tjáð mig um þetta Skaup enda þarf ég þess ekki...mér fannst það svo drepleiðinlegt að ég var að sofna yfir því...hef aldrei litið jafn oft á klukkuna yfir einum sjónvarpsþætti og í minningunni hefur Skaupið aldrei verið svona langt!!
***
Búin að henda öllu jólaskrautinu niður og jólatréið fékk að fjúka niður af svölunum áðan. Æjjj ég ætlaði með það út á horn en það er bara ennþá á pallinum hjá gaurnum sem býr í kjallaranum. Jæja hann var nú örugglega ekki með neitt jólatré þannig að það er nú í lagi að hann horfi á eitt stk útum gluggan eina kvöldstund.
***
Jæja, það er von á gestum. Kalli og Ögmundur eru á leiðinni og erum við búin að panta mekong og svo verður spilað trivial langt fram eftir nóttu...jeiii ég SKAL og ÆTLA að vinna híhíhíhí :)
***
Knús á línuna
HH

3 Comments:

At 12:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég sakna þess líka að hafa ekki svona alvöru brennur eins og á Ísó. Hef bara ekki upplifað svoleiðis síðan ég var 8 ára held ég. Gera þeir þetta ennþá þarna fyrir vestan? Ég allavega upplifði þetta aldrei í Reykjavíkinni og hef saknað þess í mörg ár.
Gaurinn á neðri hæðinni er líklega bara fyrst að komast í jólaskap núna eftir að hann fékk jólatréð fyrir utan gluggann sinn ;)

Knús, Kristrún

 
At 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hei mér fannst skaupið fyndið... amk nokkrir kaflar, eins & t.d. með Britney... hehe ég sá þetta vel fyrir mér ;c) En langaði bara að hrósa þér fyrir að vera rosalega dugleg að blogga, mjög gaman að fá update af þér hingað í sveitina ;c)

 
At 2:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst skaupið svona lala komu nokkrir kaflar þar sem ég gat flissað en thats it!

Þurfum að taka eitt stykki matarboð saman fljótlega og spil...það er svo gaman :)

Kv
Kristín.

 

Skrifa ummæli

<< Home