miðvikudagur, janúar 10, 2007

Allir eru að gera það gott.

Fólk kom á mál við mig í gær og kvartaði undan þunnu bloggi. Mér finnst það ekkert skrítið og trúið mér þetta blogg verður enn þynnra.
***
Ég fæ skemmtilegar sendingar á hverjum degi og í gær fékk ég sendingu frá fam Casu eða ostafjölskyldunni eins og ég kýs að kalla þau (casu þýðir ostur á Sardo). Pakkinn var fleiri fleiri kíló og var troðfullur af ólöglegu stöffi. Ostur í tonnatali, vín sem dugar mér út næstu árin, spægipylsa, kaka, tímarit og fleira sniðugt. Þið getið rétt ímyndað ykkur fnykinn sem tók á móti mér þegar ég opnaði pakkan (ekki gott að opna svona pakka þegar maður er með æluna í hálsinum). Auðvitða var tollurinn búinn að rífa upp pakkann og gramsa í hverju dóti því allt var þetta vel límt með límbandi frá tollgæslunni en samt sem áður létu þeir allt í friði (hummm kannksi hafa átt að vera 10 flöskur en ekki bara FIMM). Já allavega allt var á sínum stað nema forláta geitaostur í krukkum sem var búið að éta af hálfa krukku!! Þeim hefur þótt osturinn þetta góður að þeir hafa bara gleymt að taka allt frá sem ekki mátti fari inn í landið.
***
Þetta var saga dagsins í dag :) Bíðið spennt eftir sögu morgun dasins.
MBKHH

4 Comments:

At 12:13 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahaha!!

Kv Kristín

 
At 9:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þetta var nú aðeins skárra blogg en það í gær. En mér sýnist Commentin vera að þynnast. A.m.k. þetta hér að ofan hahahahah :)

 
At 10:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ostur er veislukostur....vertu þakklát fyrir að eiga núna fullt af rauðvíni og ostum...veit að margir vildu vera í þínum sporum hvað það varðar :-)

 
At 11:01 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þrjú ný blogg!!! Er svona langt síðan ég kíkti síðast?? Rosalega líður tíminn hratt.

En þú heppin að fá heila veisllu í póstinum.

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home