sunnudagur, janúar 14, 2007

Því ertu svona uppstökk...

...því ertu svona endemis vond við mig. Þetta er lagið sem Ásgeir syngur þegar hann kemur heim á daginn, kvöldin, nóttunni (þegar hann er búinn að vinna). Ég er víst eitthvað uppstökk og leiðinlega þessa dagana. Skil hann ekki. Ég sem er svo hress og skemmtileg.
***
Helgin er á síðasta snúningi, mánudagur á morgun. Það er alltaf mánudagur. Ætli mánudagur sé þrisvar í viku? Stundum held ég það. Svo er bara laugardagur 3 í mánuði. Ég er farin að telja niður í næsta frí. Það er í febrúar, yndislegt vetrarfrí. Svo er Dolly í mars, apríl, þá er líka eitthvað...hummm hvenær eru páskarnir. Ég er svo löt að ég nenni ekki einu sinni að standa upp og sækja dagatal Ég er að sofan. Ég er alltaf að sofna. Þarf að fara að taka vítamín...hummm hef ég ekki sagt þetta áður??
***
Jæja held að ég sé bara að fara að sofa. Nenni þessu ekki.
Góða nótt og heyrumst á morgun.

2 Comments:

At 11:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mæli með B12 vítamíni við þessum einkennum :) svo hjálpar heimsókn vestur á firði alveg örugglega líka :)

 
At 3:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, ég byrjaði á vítamín kúr fyrir viku síðan og ætlaði nú aldeilis að taka á þunglyndinu. Svo núna er ég bara með bullandi kvef og bara sár lasin, ég sem hélt að vítamín ætti að fyrirbyggja svona flensur.
En skemmtilegt framundan hjá þér. Væri alveg til í Dolly tónleikana með ykkur Kalla.
Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home