laugardagur, janúar 13, 2007

ég geri hvað sem er...

Mér finnst svo svakalega erfitt að finna titil á bloggin mín. reyni alltaf að hafa hann eitthvað lag sem ég er að raula...Ásgeir misskildi eitthvað titil gærdagsins, ætla ekkert útí það en hann misskildi það eitthvað engu að síður.
***
Það sem ber einna hæst hjá mér þennan daginn eru STÓRKOSTLEGAR fréttir sem ég hef heyrt. Viðræður eru hafnar við Paul McCartney um að halda tónleika hér á landi í sumar :) Jiiii ég ræð ekki við mig, mér finnst þetta svo stórkostlegt og vona svo sannarlega að kallinn láti plata sig til Íslands. Ég veit að ég mun mæta ásamt Ingólfi Margeirs :) (ásgeir segir að engin muni fatta þetta djók, en mér finnst það geðveikt fyndið). Ég er tilbúin að leggja annsi mikið undir til að sjá kappan og mun ef þess þarf bíða í röð í marga marga daga, ég er líka tilbúin að kaupa einhvern dýran miða til að vera nær svo hann finni straumana sem ég ber til hans,.
***
Ég mun auðvitað öppdeita ykkur á öllum þessum fréttum.
***
Ég er að fara að hitta kennó píurnar eftir 20 mín og er enn í lopasokkunum og joggaranum og kílið á hökunni er ljótara sem aldrei fyrr. Verð því að fara að drífa mig að hoppa úr hosunum sminka yfir kílið og í gallabuxurnar :)
***
Jiii hvað er óþægilegt að vera að skrifa svona blogg á hlaupum, sérstaklega í dag þar sem ég hef frá svo miklu að segja !!! Það kemur bara á morgun.
***
All my love
HHMC

1 Comments:

At 1:20 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég er svo glöð að heyra að ég er ekki sú eina sem fæ bólur ;)

Knús, Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home