miðvikudagur, janúar 17, 2007

Gömlu dagana gefðu mér.

Klukkan er 2300 og ég hef klukkutíma til að blogga. Spennandi ekki satt?
***
Það eru milljónir barna um allan heim sem fá engan mat, enga menntun og ekkert húsaskjól og síðast en alls ekki síst enga ást og öryggi. Á sama tíma er verið að fara að græða leg úr látinni konu í lifandi og á hún að eiga barn. Já manneskan kemur sífellt á óvart og færist fjær og fjær náttúru sinni. Auðvitað er hægt að færa rök með og á móti. Ég ætla ekki að gera það enda voru fréttirnar bara fyrr í kvöld í sjónvarpinu og ég þarf lengri tíma en 4 klst til að mynda fullunna skoðun. Ég viðurkenni þó fúslega að ég fékk nettann hroll.
***
Þetta var nú allt og sumt sem vakti athygli mína í heimspressunni. Gúrkutíð í samfélaginu og ekki fjallað um annað en "RÚV" málið sem ég hef ekki hundsvit á. Annað sem einnig er meðal fyrstu frétta er Frjálslyndaflokksmálið. Alveg hefur flokkurinn hrunið í mínum álitsstiga og því miður finnst mér foristan þar á bæ algerlega vera að tapa sér...ljótan komin í Frjálslynda!?!
***
Hef ekkert meira heyrt af Paul mínum hvort eða hvenær hann komi...verð að fara að hringja í Einar Bárðar...næ nebbla ekki í Paul sjálfann, held hann hafi skipt um númer svo fótalausa dýrið myndi hætta að hringja.
***
Jæja 45 mín í miðja nótt og því segi ég Bouna notte amici.

1 Comments:

At 1:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þetta jaðrar nú við ritstuld!

 

Skrifa ummæli

<< Home