þriðjudagur, janúar 16, 2007

Jibbíjeihei.

Það eru enn 12 dagar eftir af þessari áskorun. Ég verð búin að fæla alla lesendur frá á eilífðar röfli og ómerkileg heitum. Hvernig stendur á því að þegar áskorun er þá hef ég bara ekkert að segja engin málefnanleg málefni.
***
Ég sofnaði klukkan átta í gær og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eiga eftir að blogga. Gott að gera þetta svona endrum og eins. Ég var svo hress þegar ég vaknaði að ég setti í vél og setti uppþvottavélina í gang áður en ég mætti í vinnu.
***
Kannast einhver við að ljótan sé að ganga? Ég er búin að fá hana. Þetta er eins og versta pest. Hárið aldrei eins og ég vil hafa það, bólur að hrannast upp eins og þeim sé borgað fyrir það og svei mér þá ef það er ekki fita að bætast á kroppinn!! Já ef það er til einhver sprauta við þesssu látið mig vita.
***
Huhummmm talandi um fitu...bakaði þessa líka dýrindis hjónabandssælu áðan. Auðvitað er bara ég ein heima með Ólaf og erum við því hálfnuð með kökuna góðu. Held þetta verði kvöldmaturinn í kvöld!!
***
Ég held að hitamælirinn á Kringlumýrabraut sé frosin í mínus 7. Mér finnst þessi kuldi ekki mönnum bjóðandi. Hvenær fer að vora og hvenær fer að hlýna? Er einhver sem getur sagt mér það?
***
Jæja sæl að sinni

6 Comments:

At 7:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

VÁ RÖFLIÐ!!
Veðrið hefur verið ótrúlega bjart og fallegt að undanförnu og gaman að hafa frost og snjó. Og blessuð vertu fegin að þið Ólafur getið verið tvö og étið ykkar köku þú átt eftir að sjá nóg af þessum kalli þínum í framtíðinni. NJóTTU NÚSINS :) :) ;)

 
At 8:16 e.h., Blogger Halldóra said...

Múhahahahaaaaa...það er nú bara ein sem mér dettur í hug að skrifi svona ;) En hvað er málið með að þora ekki að kvitta ??
Ekki ertu gunga? Hélt ekki!

 
At 10:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað ég kannast við þessa ljótu sem er að ganga....er einmitt með hana líka og væri eiinig til í sprautu ef hún er til!! ;)

Kv Kristín

 
At 8:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Farðu nú bara að segja upp í kennslunni Halldóra mín og koma á völlinn og hjálpa okkur Ásgeiri. Þá færðu að sjá nóg af honum
Kveðja frá stóru systur

 
At 11:19 f.h., Blogger Halldóra said...

Hummm...hvað er málið með að halda að ég vilji eitthvað sjá Ásgeir?? Ég er ekkert að kvarta að hann sé aldrei heima...vil bara fá gesti ;) Hvað varð t.d. um systrakaffið?? Elskurnar mínar sama er mér þó kallinn sé aldrei heima!

 
At 5:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahahahaha.........
Ég hef bara ekki hlegið svona mikið í langann tíma. Þú ert yndisleg. Ég er sko búin að vera með ljótuna í marga mánuði, er samt eitthvað að lagast núna, skellti mér í ljós (var alveg ákveðin í að gera það aldrei aftur) en það hefur sko hjálpað helling.
En þetta með að hafa kallinn ekki heima ;D ég væri sko alveg til í fleiri gesti og minna af kallinum stundum.

Knús,Kristrún

 

Skrifa ummæli

<< Home